Færslan er ekki kostuð
Anna Ósk er ljósmyndari og er búsett í Svíþjóð.
Hæfileikar hennar eru ótulegir og skapar hún ótrúlega fallegar ljósmyndir en hún hefur verið að mynda í meira en tíu ár. Hún lærði meðal annars ljósmyndun í Ástralíu og hefur ferðast víða, verið með námskeið og fyrirlestra, myndað á tískuvikum og hafa myndir eftir hana skreytt veggi heima hjá fólki.
anna88
Hún er alveg einstök og mér finnst ég virkilega heppin að hafa kynnst henni, en ég hef unnið með henni í mörg ár.
anna
Nú á dögunum gaf hún út bók sem var búin að vera langþráður draumur.
Bókin fékk nafnið Enigma og er hún um konur; Konur sem eru týndar, konur sem eru móðursjúkar, konur sem eru leiðar en mikilvægast af öllu þá er Enigma um konur sem eru sterkar.
anna4
„Ég kem af ætt þar sem sterkar konur eru og kem af landi þar sem sjálfstæðar konur eru. Ég er ótrulega stolt af því hvaðan ég kem, Ísland er litil en öflug eyja með ótrúlegan nátturukraft og felur mikið af leyndarmálum,“ segir Anna Ósk
anna6
Myndirnar sem koma fram í bókinni eru teknar á 10 ára ljósmyndaferli Önnu og hefur hún meðal annars ljósmyndað á Íslandi, Svíþjóð, Ítalíu, Danmörku, Möltu, Serbiu og Ástralíu.
Hún ákvað að fá hjálp í gegnum Kickstarer, en þar náði hún að selja eintök af bókinni sinni og náði því ákveðnari upphæð til þess að gefa bókinni líf.
anna7
Ég pantaði mér auðvitað bókina. Hún er virkilega falleg og hrein og ég er ótrúlega ánægð að sjá að það eru einnig myndir eftir Önnu þar sem ég sá um hárið. Ég má vera stolt af mér þar. Einnig eru falleg íslensk model á þeim myndum sem fullkomna þetta.
Inní bókinni eru ljósmyndir eftir Önnu Ósk Erlingsdóttir og eru sænsk ljóð um konur eftir manninn hennar Oscar Sjölander.
anna3
Þessi bók er einstök og er ég ótrúlega stolt af Önnu að hafa kýlt á þetta og látið drauminn verða að veruleika.
Hægt er að hafa samband við Önnu á síðunni hennar www.annaosk.com ef þið viljið kaupa verk eftir hana eða eignast Enigma.
Einnig má nefna að hún mun kona til Islands í desember þar sem hún mun kynna bókina sína og hægt verður að kaupa hana þá.
14432937_10153715942320807_4170519065719597717_n
katrín sif
Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR – Einnig erum við á Snapchat undir pigment.is
Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa