Færslan er ekki kostuð – vöruna keypti ég sjálf

Ég sýndi á snappinu okkar á dögunum smá heimsókn í verslunina Snúruna þar sem undirrituð splæsti á sig drauma vasanum Honkabell eftir Finnsdottir. Ég hef lengi heillast af vörunum frá Finnsdottir, en fyrir þá sem ekki vita er merkið íslenskt/danskt og hefur verið starfrækt frá árinu 2007. Finnsdottir sérhæfir sig í keramik vörum og þá helst kertastjökum, vösum, lömpum og ljósum. Hönnuðurinn á bakvið Finnsdottir er Þóra Finnsdóttir, grafískur hönnuður og með henni í liði er hin danska Anne Hoff.

SONY DSC
Honkabell

Þóra Finnsdóttir útskrifaðist frá skólanum Danmarks Design árið 2009 og hefur verið að gera góða hluti á seinustu árum. Auk þess sem Þóra hannar undir nafninu Finnsdottir hefur hún líka hannað keramik kertastjaka fyrir Kähler. Þóra segir að innblásturinn fái hún frá því sem er að gerast í kringum hana og er stíllinn hennar sambland af skandinavískum stíl og umbreyttum gömlum stíl.

SONY DSC

SONY DSC
Kertastjakinn Stella frá merkinu Köhler hannaður af Þóru Finnsdóttir

screen-shot-2016-10-24-at-22-46-50

screen-shot-2016-10-24-at-22-44-49
Vörurnar eru fáanlega á öllum norðurlöndunum og hér heima fást þær í bæði Snúrunni og Mýrinni.

maría

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR – Einnig erum við á Snapchat undir pigment.is

María Stefáns

María Stefáns er 25 ára móðir og unnusta, með mikinn áhuga á öllu sem tengist heimilinu og hollum lífsstíl. Starfandi naglafræðingur á Hár & Dekur og hefur lokið BS gráðu í sálfræði við HR.
Fylgstu með Pigment.is á Snapchat!