Nú er íbúðin okkar hjúanna heldur betur búin að taka miklum breytingum þegar það kemur að smáatriðum, en ég er búin að kaupa marga af hlutunum sem mig dreymdi um, fá fallegan höfuðgafl í svefnherbergið og margt fleira.

Hins vegar langar mig mikið að bæta um betur í svefnherberginu en er ekki alveg viss um hvað skal gera. Mér finnst helst vanta eitthvað á vegginn fyrir ofan höfuðgaflinn (ásamt kannski nýjum náttborðum þegar fram líða stundir), en get ekki gert upp við mig hvernig stíl ég vil nákvæmlega eða hvað ég ætti að hafa. Málning, hilla, speglar og myndir koma allt til greina, en undanfarið hef ég látið hugann reika á Pinterest eins og sjá má á myndunum fyrir neðan.

imageimageimageimageimageimageimageimageimage

image

image

image

image
Allar myndir eru fengnar af Pinterest

Ef hér leynast lesendur sem geta gefið góðar hugmyndir, þá megið þið endilega senda þær á mig.

Gunnhildurbirna-1

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is