Í samstarfi við SteiniDesign

Glöggir lesendur hafa sennilega tekið eftir því þegar ég tók viðtal við hann Steina, eiganda og hönnuð merkisins SteiniDesign. Viðtalið getið þið lesið HÉR, en ég var og er ótrúlega spennt fyrir því að kynna fólk fyrir þessari dásemd sem fötin í merkinu eru.

mood_5_BW
Mynd frá heimasíðu SteiniDesign

Nú hefur SteiniDesign opnað verslun í Aðalstræti 10 í miðbæ Reykjavíkur, en þar er einnig verslun Cintamani ásamt fleiru. Ég kíkti í heimsókn á hann á dögunum og kolféll fyrir bæði húsnæðinu ásamt því sem Steini er að selja. Þess má geta að húsnæðið sjálft er það elsta í Reykjavík, og er verslunin á efstu hæð undir súð sem gerir hana ótrúlega sjarmerandi. Frumleiki ræður ríkjum í búðinni ásamt kósýheitum, en Steini er með hönnunar- og saumaaðstöðu í einu horninu þar sem að viðskiptavinir geta meðal annars fylgst með honum vinna.

image

Hönnun verslunarinnar er stílhrein og auðvelt er að komast um að skoða öll fallegu fötin sem þar eru í boði. Einnig er útlit verslunarinnar þannig að það er þess virði að gera sér ferð þangað bara til að skoða hönnun borðanna, sem öll eru umlukin ullarmynstri. Hægt er líka að fá sér sæti á heimasmíðuðum ullarbekk og slaka á meðan maður lætur sig dreyma um fatnaðinn.

steini4

steini5

Steini blandar saman ullarfatnaði, íslenskri arfleið og tísku á einstakan hátt og útkoman er ótrúleg. Í uppáhaldi hjá undirritaðri eru camouflage mynstrin sem hann gerir, en ég er með þær flíkur á heilanum! Það er lagt mikið upp úr því hjá SteiniDesign að útrýma hugmyndum um að ullarfatnaður sé eingöngu gerður fyrir útilegur og sveitina, en öll fötin eru ótrúlega flott og myndu sóma sér hvar sem er. Í ljósi aukningar á ferðamönnum kom mér þó mest að óvart er að meirihluti viðskiptavina SteiniDesign eru Íslendingar, en maður sér að fólk er greinilega farið að huga að hlýjum fatnaði sem lítur líka vel út.

steini2steini

image

Fyrir þá sem eru ekki alveg komnir í að ganga í 100% ullarfatnaði, því íslenska ullin á það til að stinga, þá er hægt að fá nokkrar flíkur úr blöndu af merinoull og akrýl, sem eru ótrúlega mjúkar og þægilegar viðkomu. Ég fékk mér einmitt peysuna Rakel, en hún er síð hneppt peysa sem er blönduð og með camoflage mynstri. Ég er alveg ástfangin af henni og mun skrifa um hana von bráðar svo þið getið fengið nánari upplýsingar. Þið getið séð peysuna HÉR á vefsíðunni. Mér finnst ansi líklegt að þetta verði „go-to“ flíkin mín í allt haust og vetur.

image

steini3
Steini – Eigandi og hönnuður SteiniDesign

Fötin í SteiniDesign eru framleidd úr íslenskri ull hjá VARMA, svo að hægt er að vera viss um að gæðin eru höfð í fyrirrúmi. Það sem mér finnst líka æðislegt er að flíkurnar eru allar nefndar eftir fjölskyldumeðlimum Steina sem hafa hjálpað honum/veitt honum innblástur í gegnum árin. Það gerir allt svo ótrúlega persónulegt og skemmtilegt.

Ég mæli eindregið með því að þið skellið ykkur í heimsókn til Steina á Aðalstrætið til að skoða verslunina og allar fallegu flíkurnar. Þið getið einnig verslað fötin á vefsíðu SteiniDesign, en hana má finna HÉR. Það er líka hægt að fylgja merkinu og versluninni á Facebook og Instagram

Gunnhildurbirna-1

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is