Marmarabakkann og kertið fékk ég að gjöf – Aðrar vörur keypti ég sjálf. 

Mér finnst fátt jafn skemmtilegt og að breyta til heima hjá mér, en ég hef verið undanfarið að sanka að mér ýmsum hlutum úr IKEA og hönnunarbúðum sem mig langar að segja ykkur aðeins frá.

unnamed-33Ég er sérstaklega búin að vera með einhverskonar marmaraæði upp á síðkastið, en ég er sennilega búin að vera í tvo mánuði að leita mér að hinum fullkomna marmarabakka til að hafa heima. Mér til mikillar gleði fékk ég æðislegan marmarabakka frá fyrirtækinu TWINS.IS á dögunum og held ég að hann sé algjör sigurvegari. Glöggir lesendur bloggsins hafa séð honum bregða fyrir í nýlegum færslum hjá mér. Ég er enn að gera upp við mig hvort hann kemur betur út í eldhúsinu, undir fallegar snyrtivörur á kommóðunni minni eða stofunni. Bakkinn er úr akrýl, en í stíl fékk ég einnig handgerðan marmara kertastjaka með rósgull loki, sem toppar alveg lúkkið. Þegar kertið sjálft er búið að brenna ætla ég svo sennilega að nota stjakann undir förðunarbursta. Bakkinn kostar 9.990,- og kertastjakinn er á 7.990,-. Hvort tveggja henta fullkomlega sem gjafir og fást á Facebook síðu Twins.is.

unnamed-38

Fyrir utan marmarabakkann fékk ég mér einnig fallegt plöntuhús úr IKEA, sem ég sá á sænsku bloggi fyrir stuttu. Ég féll alveg fyrir því og ákvað að setja mitt út í glugga. Mér finnst ótrúlega smart að hafa litlar plöntur í húsinu, svo ég kom við í Bauhaus og fékk mér þrjár litlar plöntur og hvíta potta undir. Mér finnst það koma ótrúlega vel út.

unnamed-39

unnamed-40

Á heimilinu eru líka nokkrar fleiri breytingar, meðal annars vírkarfa frá HRÍM og nokkrir smáhlutir/púðar úr IKEA, en hér sjáið þið skjáskot af Instagram hjá mér. Eins og þið sjáið er í myntugrænt og plöntur í sérstöku uppáhaldi hjá mér núna. Ég elska fuglapúðann og sómar hann sér ótrúlega vel í horninu á sófanum.

image

Njótið helgarinnar <3 Ég minni á label.m gjafaleikinn á Facebook síðunni okkar ásamt afsláttarkóðanum á Daniel Wellington úrunum hér á blogginu.

Gunnhildurbirna-1

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is