Ég var að rölta Laugarveginn með kærastanum minum um daginn og við kíktum inn í Leynibúðina þar.

13589095_10157261356125372_411116301_o
Búðin er full af skemmtilegu skarti – hringjum og hálsfestum, slaufum fyrir herrann og hárböndum. Í Leynibúðinni er hönnun eftir tvær íslenskar stelpur, Huldu Dröfn Atladóttir og Lindu Ósk Guðmundsdóttir.

Búðin er ótrúlega skemmtileg og ég var heillengi að skoða mig um þar. Ég kom auga á kisutöskur og buddur sem ég varð ástfangin af.
Kærastinn minn var svo yndislegur og gaf mér eina buddu í gjöf, en ég er svo ótrulega ánægð með hana að ég verð að segja ykkur frekar frá þessari búð.

13621803_10157261364015372_2011857076_o
Buddan mín

Til eru margar gerðir og stærðir af buddum og einnig til veski. Mest eru þetta kisur en hundarnir leynast með.

13652662_10157261353915372_1439572506_n

Hægt er að finna ótrulega fallega og skemmtilega hluti og hönnun sem er ólík öllu öðru.
Það er líka skemmtilegt að gefa eitthvað öðruvisi í gjöf.

13617477_10157261351225372_89156458_n

Í Leynibúðinni er mikið um skart. Pony hringir, Star Wars hálsmen og ananas eyrnalokkar er eitthvað af því sem ég sá. Maður fengið sér eitthvað í þeim dúr eða farið í einfalda hluti líka. Það er mikið úrval.

13617950_10157261347360372_1389722900_n 13624713_10157261344375372_461452635_nRisaeðlu hálsmenið er einhvað sem ég væri til i að eiga. Einnig eru hringir og hálsmen með fallegum steinum og kristöllum.

13652580_10157261341595372_111509635_n

Flott gjöf fyrir herrann. Slaufur fyrir öll tilefni og ermahnappar í stíl.

13652824_10157261339550372_322745096_n13650362_10157261345890372_634342802_n

Ég mæli með að kíkja í Leynibúðina á Laugaveigi 55.

katrín sif

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa