Mér er lengi búið að langa að hengja einhvað fallegt upp fyrir ofan rúmgaflinn inní svefnherbergi því mér fannst veggurinn svo tómlegur. Ég var búin að vera með þvílíkan valkvíða hvort ég ætti að láta ramma inn einhverja fallega mynd eða hafa einhvern texta prentaðan á vegginn. Eftir eina af mörgum heimsóknum á Pinterest fékk ég þá hugmynd prenta út helling af ljósmyndum og raða upp í hjarta. Myndaþemað sem ég valdi voru allt myndir af mér og unnustanum og öllum helstu minningum okkar saman, mér fannst það vel við hæfi enda eru myndirnar hengdar upp fyrir ofan hjónarúmið.

Ég vildi hafa allar myndirnar ferkantaðar og ekki of stórar svo ég ákvað að panta myndirnar hjá prentagram og hafa þær í stærðinni 10X10 og þurfti ég 37 myndir í munstrið sem ég var með í huga. Ég mæli hiklaust með Prentagram, mjög snögg og góð þjónusta, ég pantaði myndirnar af netinu og þær voru tilbúnar strax daginn eftir.

Myndirnar hengdi ég svo upp með kennarartyggjói og þetta tók enga stund, mesti tíminn fór sennilega í það að velja myndirnar. En ég er mjög sátt með útkomuna.

13646900_10154354598118675_901642904_o

13664477_10153851814179150_2092644850_n

maría

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

María Stefáns

María Stefáns er 25 ára móðir og unnusta, með mikinn áhuga á öllu sem tengist heimilinu og hollum lífsstíl. Starfandi naglafræðingur á Hár & Dekur og hefur lokið BS gráðu í sálfræði við HR.
Fylgstu með Pigment.is á Snapchat!