Mig langaði að segja ykkur aðeins frá henni Ásu vinkonu minni. Hún er búsett í Herning í Danmörku og var að klára AP gráðuna sína í Design + Busineess og fékk þar næst hæstu einkunn fyrir námið sitt. Lokaverkefnið hennar var að hanna búð fyrir STEINI Design sem er nýr íslenskur hönnuður á uppleið. Var hann meðal annars með búð á Secret Solstice þar sem honum gekk virkilega vel. Hægt er að skoða Steini Design HÉR.
asasteini4
Mér finnst hún hafa fundið sig og er ég virkilega stolt af henni.
Hún var ein af þeim sem hefur lengi leitað af námi sem hentar henni og hafði hún byrjað og hætt í háskóla oft þar sem hún vissi ekki hvað hún vildi læra.

Það er oft mikil þraut að finna hvað hentar manni og yfirleitt eru það bóklegu fögin sem lögð er mest áhersla á þegar kemur að vali á námi. Það eru margar leiðir til þess að mennta sig og oft gleymist listinn og iðnnámið. Margir fara einnig erlendis í skóla og er frábært að við höfum tækifæri til þess að leita annað og prufa nýja staði.
Ég tók smá viðtal við Ásu um námið hennar í Herning.


13535979_10154326757881155_734034454_n

 Hvar er skólinn staðsettur og hvernig fannst þér hann?
Skólinn er hluti af VIA skólakeðjunni hér í Danmörku. Margir skólar og margar deildir. Skólinn minn heitir VIA design + Business og er staðsettur í bænum Herning sem er 50.000 manna bær á miðju Jótlandi í Danmörku. Mér finnst þessi skóli æðislegur; hér hittir maður fólk úr öllum áttum og mörgum mismunandi menningum.

Geturðu lýst náminu sjálfu og uppsetningunni?
Námið í VIA design skiptist í tvo hluta. Fyrri hlutinn er AP gráða og tekur það 4 annir. Eftir það þá er hægt að sækja um í BA-top-up prógram sem tekur 3 annir. Ef maður tekur semsagt báða hlutana þá er námið 3 og hálft ár í heildina. Námið mitt heitir Retail Design & Management og nær bæði yfir buisiness og hönnunar hluta í Retail.

asastini

Hvað er Retail?
Margir hafa spurt mig þeirra spurninga og finnst mér alltaf jafn erfitt að útskýra það. Beina þýðingin á Íslensku er „smásala.“ Í rauninni er ég að læra hvernig á að reka fyrirtæki og hanna verslanir til að selja meira innan þessara smásölu bransans sem er frá því að vera matvöruverslanir, snyrtiverslanir, fataverslanir, húsgagnaverslanir og bara allar verslanir sem selja vörur. Námið í heild sinni er farið bæði í hönnun og stjórnun, farið er til dæmis í útstillingar, verslunar hönnun, markaðsmál, netviðskipti, mannauðsmál, kauphegðun fólks, fjármál. Aðeins er farið grunnt í þessi fög því að eftir þessar 4 annir velur nemandi sér hvað hann vill einblína á. Hægt er að velja framhaldið, hvort fólk vill halda áfram í Retail Management eða Retail Design, einnig getur fólk valið fleiri leiðir.
Til dæmis ætla ég mér að fara frekar í hönnunina og sótti þar að leiðandi um í Retail Design og þá förum við frekar inn í kauphegðun fólks og hönnunina á meðan Retail manamgent fer frekar inn í markaðsmál og mannauðsmál sem dæmi.

asasteini5 asasteini2
Hvað finnst þér þú fá mest úr náminu
Það er margt sem skilur eftir sig eftir þessi 2 ár. Hef lært svo ótrúlega margt á þessu tímabili, bæði sem tengist náminu og mig sjálfa. Það er ótrulegt hvað það gerir að flytja í annað land, maður lærir svo mikið og þroskast heilmikið. Það sem skilur mest eftir í námslega séð er heildin. Það er ekki nóg að læra bara hönnunina, maður verður líka að skilja hvernig business hlutinn virkar og finnst þessvegna æðislegt að geta tekið 2 ára nám til að fara í grunninn og fundið hvar áhuginn liggur og valið þannig námsleið eftir það. Hönnunin vakti mestann áhuga hjá mér varðandi námið og þessvegna hef ég valið að halda áfram í Retail Design.
asa
Mælir þú með þessum skóla?
JÁ HIKLAUST! Ef þú hefur áhuga á hönnun og tísku og langar í háskólanám þá er VIA Design rétti staðurinn fyrir þig. Þessi skóli hentar einnig þeim sem finnst þreytandi að liggja yfir skólabókum allan daginn, ég var ein af þeim. Skólinn er svona bekkjakerfi nánast. Þú velur þér námsleið og ert með sama fólkinu í gegnum allt námið og þannig kynnist maður fólki ótruelga vel. Allir hér eru í sömu sporum og þú að vera í öðru landi fjarri fjölskyldu og vinum. Það mynast svona lítil fjölskylda.
Kennsluaðferðirnar í skólanum henta mér mjög vel. Kennarinn kynnir oftast efnið fyrir bekknum og síðan eigum við að vinna verkefni út frá því. Það er mjög mikið um hópavinnu og fyrirlestra nemenda. Fyrst um sinn trúðu ég ekki að ég þyrfti að fara tala fyrir framan bekkinn og var með hnút í maganum en þetta lærist ótrúlega hratt og vent ótrúlega. Einnig hafa námskeiðin sem kennd eru verið tengd saman og oftast höfum við verið að vinna í lotum, það er að segja að nokkur námskeið eru kynnt fyrir mannig og oftast lítil verkefni innan hvers námskeiðs. Síðan eru námskeiðin sett saman í eitt stort verkefni. Við vinnum mikið með öðrum deildum skólans og eru það verkefni sem sem maður er í, en við þurfum oftast að vinna hluta í verkefninu sem tengist okkar sérgrein.

Eru fleiri námskeiðir boði í skólanum ?
Það er margt í boði í VIA design. Skólinn býður uppá nám bæði á dönsku og ensku. Í Via Design er boðið uppá í AP gráðunni Retail Design & Management, Fashion Design, Pattern Design, Branding and Marketing management og Purchasing (innkaup) Management. Síðan eru fleiri greinar þegar komið er að BA-top-up, þá er hægt að velja Branding and marketing Management , Fashion design, Pattern design, Communication and Media Strategy, Entrepreneurship, Purchasing Management, Retail Design og Retail Management. Mig langar að benda á það að hægt er að skipta um braut eftir AP gráðuna. Til dæmis eru margir í mínum bekk Retail Design & Management sem ætla sér í Communcation and media strategy.

151d6ef418a810fb47cb59eae28a1644
Hvert er framhaldið ?
Framhaldið hjá mér er að byrja í BA-top-up prógramminu sem byrjar í ágúst og klára ég það nám í demeber 2017. Ég hef ekki planað mikið lengra en það, ætla að einbeita mér að náminu. Ég hef ekki fundið mér masternám sem er framhald að því sem ég er að gera. Einnig er mikill áhugi hjá mér að læra meira til dæmis í grafískri hönnun og vefsíðugerð en það kemur síðar. 

spry

f96a230b76fba9a66f5cb4766a7f4cf4

 

Hvað getur maður unnið við eftir þetta nám?

Það eru margir möguleikar með atvinnu eftir AP gráðuna. Til dæmis er hægt að vinna sem ústillingahönnuður eða unnið í markaðsfræði sem dæmi. Þar sem ég held áfram í Retail Design og eftir það nám er hægt að vinna til dæmis sem verslunar hönnuður (retail Designer) og vonast ég til að fá tækifæri til þess, Einnig hefur fólk unnið mikið með innanhúshönnun eftir námið.

Hægt er að sjá verkefni eftir Ásu HÉR.

 

katrín sif

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa