Færslan er unnin í samstarfi við Daniel Wellington – Úrið fékk ég að gjöf 

Úrin frá Daniel Wellington eru hvert öðru fallegri og það hefur lengi verið á óskalistanum mínum að eignast eitt þannig. Nýverið var ég í viðræðum við merkið, en í augnablikinu er sumarherferð í gangi á síðunni þeirra, danielwellington.com.

DSC01173

Þau hjá Daniel Wellington í Svíþjóð voru svo góð að leyfa mér að velja eitt úr úr þeirra smiðju. St. Mawes varð fyrir valinu með rósasgull skífu, en ég er búin að vera að horfa á það í marga mánuði. Úrið hefur ekki yfirgefið úlnliðinn á mér síðan ég fékk það, en það er bara svo ótrúlega fallegt og fer vel við öll outfit sem ég vel mér. Hönnunin er stílhrein, klassísk og úrið er hinn fullkomni fylgihlutur. Svo er ekki verra að þau skuli vera á viðráðanlegu verði og hægt er að kaupa nýjar ólar á þau á síðunni til að breyta um útlit.

DSC01239

Fyrir þá sem eiga eftir að kaupa einhverjar útskriftargjafir er þetta líka frábært í pakkann. Svo er þetta auðvitað líka fullkomin afmælis- og tækifærisgjöf. Ég mun klárlega versla mér fleiri ólar á mitt og langar strax í annað úr Dapper línunni þeirra, en hana má sjá HÉR.

Sem þakkir fyrir frábærar viðtökur á blogginu ákváðum við einnig í samstarfi við DW að setja á afsláttarkóða fyrir lesendur okkar. Með kóðanum PIGMENT fáið þið því 15% afslátt af öllum ykkar kaupum á síðu Daniel Wellington. Kóðinn gildir út júlí og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þess má geta að þau bjóða upp á fría sendingu hvert sem er í heiminum.

Gunnhildurbirna-1

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is