Eitt af mínum uppáhalds merkjum í innanhúshönnun er HAY og því varð ég ótrúlega spennt þegar ég las að IKEA ætlar að fara í samstarf við bæði HAY og Tom Dixon.

Gera má ráð fyrir HAY vörunum í ágúst 2017 en Tom Dixon í byrjun árs 2018.

Ég vona bara svo innilega að samstarfið á milli HAY og IKEA feli í sér hönnun á húsgögnum eins og barstólum, borðum, hægindastólum og fleira en ekki bara á smáhlutum.

Ég er lengi búin að ætla mér að kaupa barstóla við eyjuna inni í eldhúsi en hef ekki fundið neina sem mér finnst nógu flottir (og á viðráðanlegu verði) á Íslandi þar sem flestar búðir eru ennþá bara að selja barstóla með krómfæti sem er hægt að hækka og lækka og leðursæti.

Mig langar í einhverja flotta og plain. Helst úr ljósum við eða alveg svarta og eru barstólarnir frá HAY fullkomnir í mínum augum!

Það þekkja líklegast fleiri vörurnar sem Tom Dixon framleiðir eins og t.d. koparkúluna þannig ég ætla að setja inn nokkrar vörur frá HAY sem eru á óskalistanum mínum.image

image

image

imageimageimageimageimageimageimageimageimageimagevera

Endilega líkið við facebook síðu okkar HÉR

 

Vera Rúnars

Vera Rúnars er 23 ára flugfreyja hjá Icelandair, förðunarfræðingur og á eins árs stelpu sem heitir Indía Nótt. Hún er mikil áhugamanneskja um hönnun, förðun og fallega hluti.