Ef það er eitthvað sem ég ætla að safna í framtíðinni að þá eru það hönnunarstólar. Það eru nokkrir sem mig dreymir um eignast, einn af þeim er leðurstóllinn Butterfly Chair – einnig kallaður BKF stóllinn eða Hardoy stóllinn.

Butterfly Chair var fyrst hannaður í Argentínu árið 1938 af þremur arkitektum. Stóllinn varð þekktur í Argentínu á þessum árum en hlaut ekki heimsfrægð fyrr en sænski athafnamaðurinn Lars Kjerstadius kom auga á hann. Lars heillaðist af einfaldleikanum sem fólst í hönnunni og tileinkaði tíu árum ævi sinnar í að bæta þægindi og stíl stólsins. Úr því varð endurhönnun af stólnum með ögn af nútímalegri nálgun á þessa klassísku hönnun.

3eef21c7f3fd73683e0adfdf85c83243

2b19bd0bd2658215e68d574ca919d4cc

Ég heillast rosalega af þessum stól og mig dreymir um að eignast hann í framtíðinni. Leðrið gerir hann svo stílhreinan og fallegan. Mér finnst hann bjóða upp á að vera góður hægindarstóll í stofuna eða annað rými í húsinu.

Einfaldleiki hönnunarinnar skilar sér alveg þegar þarf að skyndilega að ganga frá stólnum til dæmis að sökum plássleysis. Þá er einfaldlega klemmt stólnum saman (eins og tjaldstól) og þá er hægt að færa hann til auðveldlega. En hver vill taka svona fallega gersemi frá hann mætti alltaf vera í stofunni hjá mér alla daga.

2011ae6621613e6d547c2b63295fbb92

aHR0cCUzQSUyRiUyRmNvY29sYXBpbmVkZXNpZ24uY29tJTJGd3AtY29udGVudCUyRnVwbG9hZHMlMkYyMDE0JTJGMDklMkYxNDM0LWJvbGlnLTA2LnBuZw==

5-interiors-dustjacket1

702865e4f3afd02076190b2f3fe60a92

ad6f37c0479053919cce6820a3d391df

fba230b1176bde9c3e0a98bf30bc18ff
Allar myndir af Pinterest.com

Butterfly Chair er til á Íslandi hjá Casa húsgögn. Stóllinn hefur verið hannaður í nokkrum litum á leðri en lang algengustu eru svörtu og brúnu.

guðbjorglilja

Líkið endilega við síðuna okkar á Facebook HÉR 

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.