Færslan er ekki kostuð – höfundur keypti vöruna sjálf

Síðan ég sá 24 Iceland úrin fyrst hef ég verið alveg heilluð af hönnuninni. Ég er ein af þeim sem fer varla út úr húsi án þess að vera með úr á mér og pæli þar að leiðandi mikið í úrum.

24 Iceland er nýtt íslensk úramerki með nokkrar mismunandi týpur sem flestar prýða mynd af íslandi á skífunni eða íslenskum náttúruafbrigðum svo sem norðurljósum og eldfjöllum.

Það sem mér finnst skemmtilegast við 24 Iceland úrin er hvað þau eru klassísk og hafa mikið notagildi og henta því vel bæði hversdags og við fínni tilefni.

13124932_591985690961892_6689548974853836869_n

Ég ákvað fyrir stuttu að láta verða að því og tríta mig með nýju úri og gæti ekki verið ánægðri með nýja úrið enda virkilega vandað og flott. Svo er líka alltaf gaman að versla íslenska hönnun.

Úrin kosta litlar 19900 kr og því tilvalið sem útskriftargjöf.
Úrin koma með 2 ára ábyrgð og fást meðal annars í Júník Kringlunni, Jöklu Laugarvegi og Corner Smáralind og inná 24iceland.is þar sem er frí heimsending og 2% af hverri sölu rennur til Barnaspítala hringsins.

11218618_578141065679688_3815586239409699451_n

13096169_590274274466367_7819252037325401481_n

12920499_578880072272454_3099903966079022377_n (1)

13007103_585400611620400_7175821216196066928_n

10399164_562204423940019_8255631617395807348_n

maría

Lesendur Pigment.is fá 3000kr afslátt á sölusíðu 24 Iceland með kóðanum „pigment“. Tilboðið gildir út maí. 

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

María Stefáns

María Stefáns er 25 ára móðir og unnusta, með mikinn áhuga á öllu sem tengist heimilinu og hollum lífsstíl. Starfandi naglafræðingur á Hár & Dekur og hefur lokið BS gráðu í sálfræði við HR.
Fylgstu með Pigment.is á Snapchat!