Í gær á netvafri mínu rakst ég á óvenjulega risíbúð sem er staðsett í miðri Parísarborg. Það sem gerir íbúðina sérstaka er að hún var eitt sinn háaloft og hefur arkitektinn François Pelegrin umbreytt háaloftinu yfir í tveggja hæða íbúð – útkoman er mjög flott!

Tiny-Modern-Attic-Loft-in-Paris-001
Mynd af: www.vosgesparis.com

Íbúðin er múrsteinuð að utan og skartar hún ekki meira né minna en 50 fermetra verönd. Ekki amalegur staður til að bjóða vinum upp á kokteil og njóta um leið útsýni yfir borgina.

1
Mynd af: www.vosgesparis.com

Þegar gengið er inn í íbúðina tekur við stórt rými með mikilli lofthæð sem gerir íbúðina opna og líflega. Fyrir miðju er hringstigi sem liggur upp á aðra hæð þar sem svefnherbergið er og baðherbergið. Háaloftið var áður með dökkum viðarlit en var málað upp á nýtt í ljósum litum og er komin með nútímalegan stíl.

2
Mynd af: www.vosgesparis.com
3
Mynd af: www.vosgesparis.com
4
Mynd af: www.vosgesparis.com
5
Mynd af: www.vosgesparis.com

Finnst hvíti múrveggurinn gera mikið fyrir svefnherbergið ásamt þessum flotta gullspegli sem er inn á baðherberginu.

Tiny-Modern-Attic-Loft-in-Paris-006
Mynd af: www.vosgesparis.com
Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.