Ingrid Karis er kona með mikla hæfileika. Hún er lærður nuddari og tískuljósmyndari og var að byja í klæðskeranámi við Tækniskólann. Hönnunn hennar hefur vakið athygli og langaði mér að spyrja hana nokkurra spurninga.

unnamed

Hvenær fórstu að læra klæðskerann?

Ég byrjaði á síðasta ári, árið 2015 í klæðskeranámi.

IMG
Hefurðu alltaf verið i listinni? Hvað hefurðu verið að gera annað? 
Ég er lærður nuddari en ég fékk nóg af þvi. Ég byrjaði að taka ljósmyndir sem þróaðist út í tískuljósmyndun. Það heillaði mig mjög og fór ég i nám við Ljósmyndaskólann þarsem ég fór að fikra mig áfram. Ég var alltaf að sauma og búa til eitthvað fyrir myndatökur. Mig langaði að vita hvernig á að gera þetta almennilega og fór því i klæðskerann.
Hvernig er hönnuninn þin og hvar færðu innblástur?

Hönnunin mín er sexy og sterk. Mjúkt og hart blandað saman.

 

12240312_861492167298869_5435211362939853293_o

Hver er þinn uppahalds hönnuður?

Ég á mér ekki uppáhaldshönnuð en allt sem er klikkað heillar mig.

 

Uppáhalds flíkin sem þú hefur hannað?
Pleðurpils sem ég er alltaf í!
Hvar sérðu sjálfa þig i framtíðinni?
Ég stefni ekki á að hafa mjög stórt merki eða neitt þannig, en mér fyndist gaman að sjá fólk í einhverju sem ég hef verið að hanna. Einnig mun ég halda áfram að taka ljósmyndir.
11175005_10153810239750558_945295223238916911_n
Hvert er þitt mottó í lifinu?
Everything is better with a little pepper!
Getur maður fylgjst með þér eða pantað föt/myndatöku hjá þér?
Ég er ekki komin í neina framleiðslu ennþá, en það er hægt að hafa samband við mig og ég er til að búa til eitthvað fallegt. Hægt er að fylgjast með mér á Facebook EKE ég er dugleg að setja inn myndir af því sem ég hef gert. Svo er ljósmyndasíðan mín á Facebook; IngridKarisImages. Skoðið það ;)
 _MG_5186s
Hvaða orð myndirðu nota til að lýsa þér?
Villtogástriðafull – eitt orð :D
_MG_5282s
Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa