Eftir að ég fékk áhuga á innanhúshönnun og fór að kynna mér hana, þá hef ég tekið eftir því hvað ég er mikill aðdáandi skandinavískrar hönnunar. Það er svo margt sem kemur frá Skandinavíu sem gleður augað og hefur mikið notagildi.

Það hefur alltaf verið draumur minn að eignast flotta hillusamstæðu inn á heimilið. Frá því að ég rakst á String hillur í Hús og Hýbýli fyrir nokkrum árum að þá hefur ekkert annað komið til greina nema að eignast þannig.

String hönnunin er frá árinu 1949 og það sem ég heillast við hana er að hún er einföld og með mikið notagildi. Veggfestingar og hillur eru seldar í sitthvoru lagi svo það má segja að þetta sé ákveðið einingarkerfi sem býður upp á marga möguleika á heimilinu. Hvort sem það er frá litlum hillum yfir í stóra hillusamstæðu.

Minnstu hillurnar frá String eru String Pocket og eru þær hentugar hvar sem er inn á heimilið. Ég á eina sem ég hef inn í eldhúsi og er tilvalin til að geyma múmín bollana mína.

f4d22141d92d48762f1c8e910fc4827f
String Pocket hilla inn í stofu
0cee7cdc596667d637ad721194bba231
String Pocket hilla á eldhúsveggi
715463b90a6b888574bb3b72c27eba4c
String Pocket hilla
cfd79043ea7977e76944334e833957a5
String Pocket hillur, tvær saman á vegg í barnaherbergi
0a98cfb9fcb16c750dc69e0a3e2256d2
String Pocket hilla

Stærri hillurnar frá String eru String System og koma þær í nokkrum stærðum. Það á sama við þær og String Pocket, þær passa allsstaðar líka inn á heimilið. Það sem er skemmtilegast við þær er að hægt er að kaupa viðbætur í hillusamstæðuna s.s. skúffur, skápa, blaðagrind og skrifborð. Með þessum viðbótum ertu komin með fullkomna hillusamstæðu og getur raðað henni eins og þú vilt. Möguleikarnir eru endalausir og alltaf hægt að breyta – minnka þær eða stækka.

5d4c97088ba406bc5e0de003cbc905da
String System hillusamstæða með skápi
43ca23aadde4f7289adc7124ecb3fc04
String System hillusamstæða með skúffum, skápi og skrifborði
09eeac9791e399fac07294c5dc125c2c
String System hillusamstæða með skrifborði og skápi
9db06f6fe0b9ff133ec2218184a0070d
String System hillusamstæða með skápum og blaðagrindum
5d609f6d58b521f5425379cc5940c677
String System hillusamstæða með blaðagrind, skápi og skúffum
d77ba2364883dbc5c6219f1527c437a4
String System hillusamstæða með tveimur skápum
2060e69027d769e3e83959ce381161a6
String System hillusamstæða með skápi og skrifborði. Flott hvernig hvítu String hillurnar passa við teak skenkinn.
be99ca2a6793d103284d9eff95c1a0ce
String System hillur með skápi
747f7f0d32769100f3e9e22ee3d30337
String System hillusamstæða
13f58623b2e438e26d8bdc2a3acd5b96
String System hillusamstæða með skápum og blaðagrindum
e399f9cf595e2b0cd0b7bae480f6dfb9
String System hillur, þrjár saman á vegg

Ég fékk í afmælisgjöf á dögunum String System hillu sem ég hafði dreymt um lengi. Sýni myndir af henni um leið og hún er komin upp á vegg hjá mér. Hlakka til að bæta við og stækka hana seinna meir. Þetta er lífstíðar eign og ég er viss um að hún verður aldrei eins hjá mér, verð örugglega alltaf að breyta henni þar sem ég ætla að kaupa mér skáp í hana eða skúffur í framtíðinni.

String hillurnar fást í Epal.

Myndir fengnar af Pinterest.com

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.