Færslan er ekki kostuð. Höfundur keypti sér vöruna sjálf 

Ég hef ekki töluna á því hvað ég hef ætlað að auka vatnsdrykkjuna mína. Farið út í búð og keypt mér vatnsbrúsa. Verið dugleg að drekka vatn úr brúsanum í nokkra daga og hætt svo. Ég hef verið að leita mér að góðum vatnsbrúsa sem er fyrirferðarlítill en samt þægilegur.

Um daginn var ég inn á vefverslun Krabbameinsfélagsins og sá þar Retap vatnsflöskuna og varð mjög forvitin hvernig hún væri því flestir vatnsbrúsar eru úr plasti. Svo ég sló til og keypti mér. Sé ekki eftir því, hún er fullkomin og góð kaup því allur ágóði sölunnar rennur til Krabbameinsfélagsins.

f4595c3646b514522a6f7ba20099096b
Mynd af Pinterest.com

Retap vatnsflaskan er dönsk verðlaunahönnun sem kom út árið 2010. Nafnið Retap er stytting á setningunni „refill with tap water“ – sem mér finnst mjög skemmtileg pæling. Hönnuðurnir höfðu það í huga að hanna vatnsflösku sem væri sérsniðin til að drekka kranavatn úr, svo þeir ákváðu að hanna hana úr borosilicate gleri sem er það sama og notað er í tilraunaglösum – svo það er mjög sterkt og er umhverfisvænt samanborið við venjulegt gler.

7649f4de7c9ff86262a9a4bd63fe10da
Mynd af Pinterest.com
7c4d00b857bf5259b8b51d5c3edbaed6
Mynd af Pinterest.com

Stúturinn á flöskunum er líka hannaður til að drekka úr, og ég er ekki að ýkja en það skilar sér alveg, þið verðið bara að prófa. Einnig er flaskan hönnuð þannig að óhreinindi loða illa við hana og auðvelt að þrífa hana þar sem engar brúnir eru á flöskunni. Tappinn er úr plasti og heldur þétt utan um stútinn svo flaskan lekur ekki – ég var efins fyrst en það breyttist, hún lekur ekki og er óhætt að setja hana ofan í tösku.

47d0ccf09cd5032a27bf2a11d18488bf
Mynd af Pinterest.com
d969309fc512c1090a72814b18226a90
Mynd af Pinterest.com

DSC00373

Hér er svo mynd af minni, ég tók mér 500 ml. Eins og ég nefndi fyrr að þá er hún fullkomin. Passar ofan í töskuna mína og get notað hana daglega hvort sem það er í skólanum eða vinnunni – það er bara orðið skemmtilegt að drekka vatn núna. Út með plastið og inn með Retap.

Retap flaskan fæst hér

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.