Kubus kertastjakinn er hönnun frá árinu 1962 eftir danska arkitektinn Mogens Lassen. Í fyrstu hannaði hann nokkur eintök af stjakanum til ættingja og kunningja. Kertastjakinn er enn þá framleiddur í Danmörku í dag og gerir hann að einni þekktustu hönnun Dana.

Það mætti segja að Lassen hafi verið undan sinni samtíð þegar hann hannaði stjakann, þar sem hönnunin er einföld í sniði og passar inn á flest heimili.

Job__2526

 

1a3ce2c789b01c136898742e121d16f8

 

70ac6fce26ad9b1cfb554083e3498dcf

Kertastjakinn býður upp á mikla möguleiki. Hann getur staðið einn og sér, einnig er flott að skreyta hann yfir árstíðarnar og gengur má segja að hann gangi allan ársins hring.

Þar sem það styttist í jólin að þá eru hér hugmyndir hvernig hægt sé að skreyta hann yfir aðventuna.

dcbeeb089fb8d90b9c59bff88c29ecc8
Kubus skreyttur með könglum
2912f0b0300adc2c2871db5222c982de
Kubus skreyttur með gylltum jólakúlum
551fb88e445b78d935d327d81379561d
Kubus – aðventukrans

8541e19abefc09681f937486c6e4b0d3

Kertastjakinn hefur verið lengi á óskalista hjá mér og loksins um daginn lét ég verða af því að fá mér. Hann er fáanlegur í svörtu, hvítu, kopar, gylltu og silfur. Ég endaði að fá mér hvítan.  Einnig er til skálar frá By Lassen merkinu. Það er draumur að eignast þannig einn daginn, gráa eða kopar.

Kertastjakinn er fullkominn til að kveikja á dimmum kvöldum og ég hlakka til að skreyta hann yfir hátíðarnar.

Kubus by Lassen fæst hjá Epal

Myndir teknar af Pinterest og Bylassen.com

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.