Bestseller er fyrirtækið sem stendur á bakvið VILA, Selected, Vero Moda, Jack&Jones, Name It og Outfitters Nation. Eins og þið heyrið þá eru þetta með vinsælustu verslunum landsins og víðar, enda guðdómleg föt á hagstæðu verði.

VM_Lookbook_Coll_8pdf2-11

Nýverið gaf Bestseller út tímarit sem er stútfullt af skemmtilegu og fróðlegu efni um fyrirtækið, búðirnar og starfsfólkið, en umfram allt inniheldur tímaritið fallega myndaþætti tileinkaða öllum vörumerkjum. Þar sem að ég er að vinna að hluta til hjá VILA fannst mér ótrúlega gaman að fletta í gegnum tímaritið, en eftir lesturinn eru margar flíkur komnar á óskalistann! Svo er hægt að fá endalausar jólagjafahugmyndir.

05_CHRISTMAS_15_HIGH

Tímaritinu er búið að dreifa á heimili á höfuðborgarsvæðinu, en það er líka hægt að skoða það allt saman á netinu, sér að kostnaðarlausu. Þú getur skoðað Bestseller tímaritið með því að smella hér.

Ég bíð spennt eftir að sjá annað tölublað jafnvel á næsta ári. Hvað með ykkur?

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is