Bjóðum 2019 velkomið með gullfallegum lit. Pantone velur lit fyrir árið og fyrir 2019 hefur liturinn Living Coral (16-1546) orðið fyrir valinu. Þessi mjúki en líflegi litur skapar skemmtilegt andrúmsloft og er aðeins orka á sveimi. Liturinn er einnig mjög sumarlegur og glaðlegur. 

Innblástur úr hafinu

Eflaust hugsum við fyrst og fremst um kóralrifin í hafinu þegar við hugsum um litinn Living Coral. Kórallar eru virkilega fallegar og róandi verur með mjúka áferð. Sjálf hef ég ekki kafað og fengið að sjá þá með eigin augum en er það eitthvað sem ég hef áhuga á að gera áður en allt hafið verður útrýmt vegna úrgangs og rusli frá okkur mannverunum. 

Kóral litur er með svolítið rauðan og appelsínugulan keim í bland. Sumar er það sem ég fæ tilfinningu fyrir og sérstaklega ef liturinn er notaður með öðrum sterkum sumarlegur litum. Undanfarið hef ég verið örlítið djörf hvað varðar liti heimavið. Ég hef þorað meira að mála heilu veggina í lit og ég elska það, er orðin svo þreytt á þessu svarta, hvíta og gráa andrúmslofti. 

Mood board: Ása Bergmann

Prufaðu að fara út fyrir rammann og prufaðu fleiri „Happy colors“ á þitt heimili. Hér eru nokkrar hugmyndir hvernig liturinn getur verið innleiddur inn á þitt heimili. 

Hugmyndir fyrir þitt heimili

Hurðir sem eru málaðar í lit eru áhugaverðar og skemmtilegar breytingar. Ef þú ert með hurðir sem eru þegar málaðar þá er lítið mál að gefa þeim nýtt líf með nýjum og glaðlegum litum. 

Mynd: Pinterest
Mynd: Pinterest

Auðvelt er að lífga upp á rýmið með hlutum á borð við ljós, púða og önnur húsgöng í lit og hentar þeim kannski sem þora ekki að fylla rýmið með djörfum litum. 

Mynd: Pinterest
Mynd: Pinterest
Mynd: Pinterest
Mynd: Pinterest
Mynd: Pinterest // Ertu þreytt/ur á hvíta eldhúsinu? Möguleiki að mála það. 

Sumir þora að vera djarfir og mála heilu rýmin í lit, ég er ein af þeim sem hef þorað að mála veggi í lit og vera frábrugðin þessu ,,venjulega“.

Mynd: Pinterest // Baðhergið kemur vel út í lit. 
Mynd: Pinterest // Liturinn er fallegur með hvítu. 
Mynd: Pinterest // Skemmtileg og fallegt að mála hluta úr vegg. 
Mynd: Pinterest // Nota 2 liti í svipuðum litartón gefur jafnvægi. 

Finnið mig á Instagram undir @asabergmann_.

Ása Bergmann

Ása Bergmann er 30 ára Verslunarhönnuður (Retail Designer) sem býr í Herning í Danmörku. Hún er í sambúð með Dananum/Færeyingnum Nicklas, syni hans Emil og hundinum Flóka. Helstu áhugamál hennar tengjast hönnun og eru það aðallega Verslunar-, Innanhús- & Grafísk Hönnun. Að auki hefur hún áhuga á ferðalögum, tísku, útiveru og bakstri.

Instagram @asabergmanndesign & @asabergmann_
www.asabergmanndesign.com