Ég bý svo vel að eiga móður sem að gerði jólakrans handa okkur í fyrra. Þá var lillan okkar aðeins mánaðargömul og ég ekki í neinu ástandi til þess að föndra nokkurn skapaðan hlut. Ég var nú búin að gleyma honum þangað til ég gróf hann upp úr jólakössunum! En hann stendur enn fyrir sínu og ég hengdi hann glöð upp aftur.

Það eina sem ég þurfti að gera var að setja à hann nýtt greni sem ég fékk í Hagkaup. Mér finnst alltaf skemmtilegra að hafa ekta greni þá kemur jólailmur í húsið.

Efniviðurinn fæst til dæmis í Föndru
Tilvalið er að leyfa hugmyndafluginu að ráða för
Óróinn er frá NOX

Jólakveðja,

Anna Ýr

Anna Ýr

Anna Ýr Gísladóttir er förðunarfræðingur, móðir og stjúpmamma, fagurkeri, heklari og föndrari ásamt mörgu öðru! Þú finnur Önnu á Instagram undir @annayrgisla