Færslan er unnin í samstarfi við Blómabúðina Dögg og blómin voru fengin að gjöf

Ég er ótrúlega spennt að segja ykkur frá nýjustu blóma áskriftarþjónustunni um þessar mundir, en þann 21. nóvember mun áaskriftarvefurinn Dögg heim að dyrum fara í loftið sem á vegum Blómabúðarinnar Dögg í Hafnarfirði, en þjónustan er samstarfsverkefni Söndru Dögg Jónsdóttur eiganda búðarinnar og Sigurbjargar Stefánsdóttur samstarfskonu hennar.

Ég hef verið tíður gestur hjá blómabúðinni og hef keypt ófáa vendi og gjafavöru, bæði fyrir mig sjálfa og aðra en mér finnst blómin þar með þeim flottustu á landinu og þjónustan bera af. Blómin eru ávallt fersk og standa ótrúlega lengi, en ég hef oft ekki trúað því hvað vendirnir endast og endast. Þær voru svo yndislegar að senda mér gullfallegan blómvönd til kynningar, en hann er einn sá flottasti sem ég hef séð og akkúrat eins og ég vil hafa mína vendi; náttúrulegur, þéttur og litríkur. Þess má geta að ég eyði mjög miklum tíma í að skoða, hugsa um og kaupa bæði fersk, afskorin blóm og pottaplöntur á heimilið, enda er Sammi kærastinn minn reglulega farinn að kalla mig Blómhildi. 

Fallen kynningarvöndurinn sem ég fékk frá Dögg heim að dyrum

Hvernig virkar áskriftarþjónustan? 

Dögg heim að dyrum hentar jafnt einstaklingum og fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu. Hver velur sína áskriftarleið, þær búa til vöndinn og senda hann viðtakanda að kostnaðarlausu á áfangastað. Dögg heim að dyrum leggur áherslu á náttúrulega og þétta vendi. Leitast er við að bjóða upp á fjölbreytt úrval og fersk blóm sem endurspegla árstíðina. Í áskriftarþjónustunni eru tvö verð; 3900 fyrir lítinn vönd og 5900 fyrir stóran, en svo er hægt að velja um að fá vendi senda mánaðarlega, hálfsmánaðarlega eða vikulega. Einnig er hægt að panta staka vendi og fá þá senda. Instagram síðu Dögg heim að dyrum má finna með því að smella hér. 

Dæmi um gullfallega vendi frá Dögg heim að dyrum

Áskriftarvefurinn fer í loftið 21. nóvember og til að fagna því verða stelpurnar með viðburð í blómabúðinni þeirra í Hafnarfirði frá klukkan 19-22. Vegna þess að jólin eru á næsta leyti verður verslunin komin í sparibúning og afsláttur af öllum jólaskreytingum. Til að taka vel á móti gestum okkar verður lifandi tónlist, happdrætti og freyðivín. Hér má finna viðburðinn á Facebook.

Þið finnið mig á Instagram undir @gunnybirna 


Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is