Um þessar mundir er ég að vinna að innrétta mína skrifstofu og fór ég því að skoða hvernig ég gæti hugsanlega geymt tímaritin mín. Langar að sýna ykkur nokkrar skemmtilegar og skapandi hugmyndir.

Einfaldara getur það ekki verið

Einfaldleikinn er stundum besti kosturinn. Þessi hugmynd er virkilega einföld að útbúa og mjög ódýr einnig. Eina sem þú þarft er spotti og trékúlu. Til að mynda fallegt útlit er gott að hafa mismunandi lengdir á spottunum eða setja naglana sitt á hvað og hengja síðan upp.

 

Skandinavískur og svartur stíll

Við lifum á tímum einfaldleikans og er alltaf vinsæll. Svart er mikið í tísku núna hvað varðar heimili og skreytingar heimilisins. Hér sjáið þið mjög einfalda vegg hirslu fyrir tímarit. Þetta er örlítið flóknara en hér fyrir ofan en samt einfalt. Það sem þarf er tré spítur, málningu og spotta.

X laga borð

Áttu viðarplötur út í bílskúr sem þig langar að nota fyrir eitthvað. Hér er þá fullkomin hugmynd. Það sem þarf að gera er að skera út form í sömu stærð á báðar plöturnar og renna þær síðan fullkomlega saman. Þetta er einnig einföld aðgerð og skemmtileg.

Mitt litla DIY verkefni

Ég heimsæki reglulega nytjamarkaði hér í Danmörku og er mjög mikið úrval af slíkum. Ég keypti svona vegg hengi fyrir tímarit en fannst hann ekki alveg með útlitið sem ég var að leita að og fór því að hugsa út fyrir rammann. Ég vildi strax hafa hann svartan þar sem ég var með þá hugmynd fyrir skrifborðið og vildi því að það myndi passa saman. Hér notaði ég einfaldlega svarta og matta sprey málningu sem ég keypti í Bauhaus. Spreyaði tvær umferðar.

Birti reglulega story og myndir á Instagram undir @asabergmann_
og á snapchat undir nafninu asagudrun.

Ása Bergmann

Ása Bergmann er 30 ára Verslunarhönnuður (Retail Designer) sem býr í Herning í Danmörku. Hún er í sambúð með Dananum/Færeyingnum Nicklas, syni hans Emil og hundinum Flóka. Helstu áhugamál hennar tengjast hönnun og eru það aðallega Verslunar-, Innanhús- & Grafísk Hönnun. Að auki hefur hún áhuga á ferðalögum, tísku, útiveru og bakstri.

Instagram @asabergmanndesign & @asabergmann_
www.asabergmanndesign.com