Nýverið hef ég verið að skoða hvernig ég get breytt herbergi sonar míns frá því að vera litríkt og kaótískt  yfir í minimalískt barnaherbergi.

Áður en hann fæddist  máluðum við allt herbergið hans ljósblátt fyrir utan einn vegg. Hann var skreyttur með ævintýralegum bláum himni, skærgrænu grasi og límmiðum af teiknimynda fígúrum og risa stóru tré.
Elías virðist vera vaxinn upp úr þessu, enda orðinn 5 ára stór strákur.

(Mynd eftir: Erin Perez Hagstrom)

Eins og með mörg börn á  hans aldri á hann örlítið erfitt með einbeitingu, sérstaklega þegar hlutirnir í kringum hann eru truflandi og þar á ég við bæði með hljóðum og æpandi litum (sem dæmi má nefna batterí leikföng).

Sjálfri líður mér best þegar umhverfið í kringum mig er nokkuð hlutlaust,  með minniháttar drasli og lita pallettan neutral. Þannig  upplifi ég meiri innri ró og hef nægilegt rými til að sortera úr eigin hugmyndum án þess að vera fyrir of miklum áhrifum frá umhverfi. Get ímyndað mér að orkumikli strákurinn minn er ekkert ósvipaður mér þegar kemur að því.

Ég hef þær hugmyndir að skapa róandi umhverfi fyrir hann Elías minn þar sem hann getur átt auðvelt með að detta inn í ímyndunarleik og skapa eigin draumaheim burtséð frá of miklum áhrifum frá ytra umhverfi.  Ég vil leggja áherslu á einfaldleika en á sama tíma mýkja andrúmsloftið með keim af bóhó-stílnum og jafnvel með uppeldis hugmyndir Montessori stefnunannar í huga.

Það er líka skemmtilegra að geta bætt inn í neutral rými mismunandi hlutum með sterkum karakter til að byggja upp ákveðna stemmningu í herberginu í stað þess að enda uppi með of mikið af allskonar sem passar ekki saman og hefur lítið sem ekkert notagildi.


(Mynd eftir: Erin Perez Hagstrom)

Framkvæmdir og púslið á hugmyndunum munu taka sinn tíma en að sjálfsögðu kemur inn sér færsla fyrir útkomuna á þessum vangaveltum fyrir áhugasama.

Ást og friður,

Kristín Einars

Kristín Einars er 26 ára förðunarfræðingur og móðir. Hún lærir myndlist í Listaháskóla Íslands, en hefur unnið sem freelance förðunarfræðingur frá árinu 2013, ásamt því að hafa starfað við að kynna snyrtivörur.
Kristín skrifar um sín helstu áhugamál sem eru förðun, hönnun, eldamennska, uppeldi og jóga.

Instagram @kristineinarsmua – Daglegt líf
@kristineinarsmakeup – Allt sem tengist förðun
Facebook.com/makeupbykristineinars