Ég er mikið um þessar mundir að hugleiða eldhús þar sem ég er ótrúlega þreytt á mínu enda þarfnast smá uppfærslu sem gerist vonandi á komandi misserum. Datt auðvitað í Pinterest draumalandið til að leita innblásturs.

Eldhúsinnrétting er sjaldgjæf kaup og eru því mikilvægt að velja vel þar sem það er ekkert oft sem slík kaup eru gerð. Ég vinn hjá danska fyrirtækinu Kvik og er mikið að hugleiða eldhús hönnun daglega og fæ mikinn innblástur. Myndirnar hér að neðan sýni ég fallegar myndir af eldhúsinnréttingum í einföldum & nútímalegum stíl með fallegu og mjúku yfirbragði. Leyfi myndunum að tala sínu.

Dökkt er að koma sterkt inn í Eldhús hönnun.

Upplifting af hlutlausum litum með hlýjum litatónum. 

Grænt hefur verið mikið inn um síðustu misseri hvað varðar skreytingar heimilisins.

Grátt slær hvítum við. Hvítur hefur verið yfirráðandi síðustu ár og er orðið svolítið þreytt. Grár hentar vel þeim sem eru hrifnari af ljósum litatónum. 

Málaðir veggir er vinsælir, gefa mikla fyllingu í rýmið burt séð frá þessu gamla góða hvíta. Marmari gefur tignalegt yfirbragð. 

Ílangt eldhús er eitthvað sem ég er að skoða þar sem mitt eldhús er frekar langt. Dökkt eldhús er að heilla mig. Ljós borðplata gefur jafnvægi. 

Falleg samsetning á litavali & efnum. Virkilega kvenlegt og sætur keimur. 

Kaldir og hlýjir tónar tóna vel saman. Fallegur litur á viðinum, virkilega róandi. 
Kopar er öðruvísi og fallegt. Gefur smá industrial yfibragð.
Hvítt hefur verið yfirráðandi síðustu ár og verður sennilega áfram vinsælt. Litaveggurinn gefur mikla fyllingu og líf í rýmið. Viðarhillurnar gefa einnig lifandi andrúmsloft. 

Getið skoðað frekari innblástur af eldhúsum á minni síðu á Pinterest. 

Ása Bergmann

Ása Bergmann er 30 ára Verslunarhönnuður (Retail Designer) sem býr í Herning í Danmörku. Hún er í sambúð með Dananum/Færeyingnum Nicklas, syni hans Emil og hundinum Flóka. Helstu áhugamál hennar tengjast hönnun og eru það aðallega Verslunar-, Innanhús- & Grafísk Hönnun. Að auki hefur hún áhuga á ferðalögum, tísku, útiveru og bakstri.

Instagram @asabergmanndesign & @asabergmann_
www.asabergmanndesign.com