Færslan er ekki kostuð

Netverslun hefur færst heldur betur í aukana undanfarin ár og flestir ef ekki allir stunda það mikið að versla á netinu. Það er ánægjulegt að sjá hversu margar netverslanir hafa sprottið upp hér á landi á undanförnum misserum, en hvort sem um er að ræða snyrtivörur, heimilisvörur eða fatnað hefur aldrei verið auðveldara að versla að heiman úr sófanum. Ég er sjálf ekki barnanna best og elska að versla á netinu og þá sérstaklega eitthvað fallegt fyrir heimilið.

Margar af þekktustu netverslunum úr íslenskri flóru hafa nú tekið höndum saman og stefna að haustmarkaði núna um helgina; eða 1.-2. september í Víkingaheimilinu Fossvogi. Mikið verður um afslætti, kynningar og glænýjar vörur svo ég vil hvetja sem flesta til þess að mæta! Verslanirnar sem um ræðir skipta tugum en nokkrar af mínum uppáhalds verða á svæðinu eins og Reykjavík Design, PIPPA, Emory.is, Kreó og fleiri! Ég get ekki beðið eftir að sjá nýju vörurnar og versla eitthvað nýtt fyrir bæði okkur og heimilið.

HÉR má finna tengil inn á Facebook viðburðinn 

Þangað til næst!

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is