Við erum nýlega búin að gera upp baðherbergið hjá okkur og má lesa þá færslu hér. Við vorum virkilega sátt með útkomuna og verður næsta herbergi vonandi einnig. Við erum að fara í framkvæmdir að breyta rými í fallega skrifstofu.

Skandinavískur stíll

Skandinavískur stíll er alltaf vinsæll og hef lært svolítið á búsetu minni í Danmörku að meta stílinn betur. Einfaldleiki og stílhreint yfirbragð einkennir skandinavískan stíl og eru litir eins og hvítur, svartur & grár ríkjandi.

Rauður blær

Rauður er ekki sama og rauður. Rauður er virkilega sterkur litur og heillar mig ekki mjög mikið, en þegar ég skoða tóna sem eru skyldir rauðum þá er ég heilluð. Ég heillast af sætum litum sem mynda skapandi en þó róandi andrúmsloft. Þar sem við búum í rauðu múrsteinahúsi og er loftið með múrsteinum í loftinu (sjá mynd fyrir neðan), þá fór ég að hugleiða og skoða rauða liti.

Múrsteinar í lofti

Sætur blær

Kvenlegar uppsetningar heilla mig mikið. Bleikur dregur athygli mína og gefur sætt andrúmsloft. Efsta myndin hér fyrir neðan heillar mig mjög mikið, jafnvægið milli litanna er fullkominn, bleikur og steingrár passa einstaklega vel saman.

Lifandi rými með grænu

Upp á síðkastið er ég meira og meira að elska grænan lit. Grænn endurspeglar orku og fegurð náttúrunnar, að bæta því inn í rými gefur náttúrulegt yfirbragð. Ég mun án efa bæta grænu inn í mitt rými, en hef sterka tilfinningu að það verði frekar plöntur eða málaðir veggir en húsgögn.

 Gamaldags

Við lifum á tímum þar sem við þurfum að hugsa um umhverfið okkar. Margir eru farnir að tileinka sér lífstíl sem fer betur með plánetinua okkar. Endurnýta það sem gamalt er er hluti af því að gera gott fyrir umhverfið. Það er að verða vinsælt að nota gömul tekk húsgögn sem eru virkilega falleg.

Finnið mig á Instagram @asabergmanndesign & @asagudrun.

Ása Bergmann

Ása Bergmann er 30 ára Verslunarhönnuður (Retail Designer) sem býr í Herning í Danmörku. Hún er í sambúð með Dananum/Færeyingnum Nicklas, syni hans Emil og hundinum Flóka. Helstu áhugamál hennar tengjast hönnun og eru það aðallega Verslunar-, Innanhús- & Grafísk Hönnun. Að auki hefur hún áhuga á ferðalögum, tísku, útiveru og bakstri.

Instagram @asabergmanndesign & @asabergmann_
www.asabergmanndesign.com