Færslan er ekki kostuð 

Á dögunum fluttum við Sammi í fallegu íbúðina okkar í Grafarvoginum, en við keyptum hana í byrjun árs. Íbúðin hentar okkur talsvert betur en leiguíbúðin sem við vorum í áður en hún er mun opnari, 11fm stærri og betur skipulögð. Svo er þar að auki 30 fm pallur með náttúruflísum fyrir utan sem er ekki bara fallegur og góður fyrir sólböðin heldur hentar hann einstaklega vel þar sem að við erum með tvo hunda. Þeir geta þá farið út og leikið sér eins og enginn sé morgundagurinn. Það er því óhætt að segja að við séum mjög ánægð þarna.

Bæði baðherbergi, eldhús og gólfefni voru nýleg og nýlega málað svo við þurftum ekki miklu að breyta, en ég ákvað þó að ráðast í smá málningarvinnu í svefnherberginu og baðherberginu ásamt því að taka niður hillu og setja upp snaga og spegil í forstofunni. Síðar langar okkur auðvitað að gera meira eins og að taka fataskápa og hurðar í gegn en það kemur allt með tímanum

Mig langar ótrúlega að sýna ykkur, en myndirnar af málningarvinnunni koma von bráðar. Eins og þið sjáið þá er ég mjög hrifin af svarta litnum, gylltum/brass og fallegum við. Ég var mjög upptekin af því á sínum tíma að hafa allt hvítt en akkúrat núna finnst mér hlýrri blær betri. Upplýsingar um vörur og hlekkir sjást neðar í færslunni.

STOFA & FORSTOFA

Borðstofuborð og hluti af eldhúsi
Þetta ljós frá Reykjavík Design er dásamlegt
Ljósið góða
Smáatriði í stofunni

Erfiðara að ná góðri mynd af forstofunni en hér eru snagarnir góðu sem við settum upp – Fást í Esja Dekor

SVEFNHERBERGI

Fallegi liturinn á veggjunum heitir Æskublár og er frá Slippfélaginu
Hér sjáið þið málninguna betur – Rúmfötin eru úr H&M Home og velúrpúðar og teppi eru úr Lín Design
Ég elska bókina Lífið í Lit sem ég fékk í jólagjöf frá bestu vinkonu minni – Lampinn fæst í Esja Dekor
Skápurinn á veggnum gerir ótrúlega mikið

BAÐHERBERGIÐ

Liturinn sem við máluðum með inni á baði heitir Hrafnagrár frá Slippfélaginu. Hann brýtur að mér finnst aðeins upp hvíta umhverfið
Annað sjónarhorn – það sem ég elska þetta baðkar!

Hér fyrir neðan sjáið þið lista yfir hluti sem við höfum bætt inn í íbúðina:

Málning – Æskublár og Hrafnagrár / Slippfélagið 

Borðstofuborð – Húsgagnahöllin 

Rúmgafl – Dorma

Borðstofustólar – Húsgagnahöllin 

Molecular loftljós – Reykjavík Design 

Hringspegill – Reykjavík Design

Sófi – Húsgagnahöllin 

FLOW blaðagrind – Reykjavík Design 

Bekkur – Rúmfatalagerinn 

Stofuskenkur/sjónvarpsskenkur/svefnherbergisskápur – IKEA 

Lampar – Esja Dekor

Velúrpúðar og velúr rúmteppi – Lín Design

Grátt rúmteppi – Pier

Rúmföt – H&M Home 

Þið finnið mig á Instagram undir @gunnybirna

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is