Ég velti því mikið fyrir mér hvernig ég get breytt og bætt heimilið til hins betra. Það er svo mikilvægt að hafa hlutina aðgengilega og skipulagða svo að sem minnstur tími fari í húsverk og hversdags amstur.

Mig hefur lengi langað í skipulag í eldhúsið sem við bæði getum notið góðs af. Mér leist sérstaklega vel á hönnunina sem Prentsmiður býður upp á og verðið er mjög sanngjarnt. Þar eru allar stærðir og gerðir svo allir ættu að geta fundið skipulag við sitt hæfi. Þetta er nýkomið í hús svo ég hef ekki lagt lokahönd á skipulagið ennþá, og það sem mér finnst erfiðast að skipuleggja stendur eftir autt. Ég er alltaf jafn ráðþrota hvað á að vera í kvöldmatinn! Ég er ekki einu sinni komin svo langt að ákveða hvort pizzan eigi að vera á föstudegi eða laugardegi. Ég hlýt að komast að niðurstöðu áður en maí mánuður er á enda. Enda er um mikilvæga ákvörðun að ræða.

Helsta hvatningin mín er að hafa fallegt og fínt í kringum mig og ég er eins og þið hafið áður séð svolítið hrifin af punti og pilleríi. Ég rakst á þennan huggulega uppþvottalög og eldhússprey í Hagkaup og sagði „Sillu Bang“ og „Fairy“ upp á staðnum. Enda mun hreinlegra að hafa þetta uppi á borðum og ekki skemmir fyrir að herlegheitin eru „Vegan friendly“.

Allt er vænt sem vel er grænt er hverju orði sannara. Mér finnst plöntur alltaf lífga upp á heimilið og finnst þær eiga heima í hverju rými. Ég er því miður ekki með græna fingur svo ég splæsti á mig grænum dúlludúsk úr Ikea sem unir sér vel afskiptur svo vikum skiptir. Færslan er ekki kostuð.

Þangað til næst,

Anna Ýr

Anna Ýr Gísladóttir er förðunarfræðingur, móðir og stjúpmamma, fagurkeri, heklari og föndrari ásamt mörgu öðru! Þú finnur Önnu á Instagram undir @annayrgisla

Deila
Fyrri greinPUR x DARÍA
Næsta greinHELGARDEKRIÐ MEÐ ORIGINS