Færslan er ekki kostuð.

Ég skrifaði færslu varðandi innblástur á baðherbergi um daginn og má lesa hana hér.
Mig langar í þessari færslu að sýna ykkur ferlið okkar varðandi hönnun og útkomu.

Innréttingin

Ég keypti hjá Kvik útstillingamódel af tvenns konar baðherbergis innréttingum; MILK & MANO. Ég lagði höfðuðið í bleyti hvernig við gætum hugsanlega samsett þessar tvær hirslur saman og fékk ég innblástur frá fyrirtækinu með uppsetningar. Við keyptum semsagt MILK hirsluna með vask og svo litla skápinn frá MANO línunni sem má sjá á myndinni hér fyrir neðan. Við fundum leið til þess að sameina uppsetningarnar.

Mynd kvik.dk – MANO baðherbergi
Mynd kvik.dk – MILK baðherbergi

 Efni & litir

Nicklas er menntaður iðnaðarmaður með sérkunnáttur í gólflögnum. Þannig hann fékk það hlutverk að velja hvaða gólfefni myndi henta best, fyrir þrif og endingu. Við ákváðum að fá okkur flotað gólf vegna þess að það hentar vel fyrir þrif þar sem við erum með hund á heimilinu. Flotað gólf var einnig ódýrari kostur. 

Ég skrifaði í innblásturs færslunni minni að ég er heilluð að hlýjum tónum og var það yfirráðandi í val á lit og efnum einsog má sjá á myndinni hér fyrir ofan. Var í leit að brúntónuðum lit þar sem það gefur meira róandi og hlýlegra andrúmsloft. Við ákváðum að heilmála allt baðherbergið því okkur fannst það koma best út, það gefur meira heild heldur en að hafa mikil skil á milli lita.

Þrívíddarteikningar

Mig langar að taka það fram að Kvik (sem er staðsett í Rafha Suðurlandsbraut) býður uppá þjónustu með að teikna upp baðherbergið, eldhúsið eða fataskápa að kostnaðarlausu. Við nýttum okkur ekki þessa þjónustu þar sem við vorum nú þegar komin með innréttinguna og nýtti ég mína eigin hæfileika í að hanna baðherberið. Ég notaðist við þrívíddarteikninga við hönnunina á rýminu og hér má sjá útkomuna. Við vorum mjög ánægð með þessa útkomu og var lítið annað en bara drífa sig í framkvæmdirnar.

 Útkoman

Við gætum ekki verið sáttari með útkomuna, er einmitt einsog við vorum að vonast eftir. Gott jafnvægi er milli efna og lita. Viðurinn á borðplötunni & þvottvélarammanum og steinninn í sturtunni tónar vel við litinn á veggnum. Andrúmsloftið er róandi & hlýlegt. Hér má sjá myndir af lokaútkomunni.

Það sem við keyptum fyrir baðherbergið og hvar:

Innréttingin: MILK & MANO // Kvik
Krani: Newform XT // Kvik
Handlaug: MAT HVID // Kvik
Ljós: S12 – HV1569 // Kvik
Borðplata: Eik // BAUHAUS
Litur: JOTUN Machiato 1359 // BAUHAUS
Steinn: Travertin Classico Light // Granítsteinar

Fleiri verkefni eftir mig er hægt að finna á www.asabergmanndesign.com

Ása Bergmann

Ása Bergmann er 30 ára Verslunarhönnuður (Retail Designer) sem býr í Herning í Danmörku. Hún er í sambúð með Dananum/Færeyingnum Nicklas, syni hans Emil og hundinum Flóka. Helstu áhugamál hennar tengjast hönnun og eru það aðallega Verslunar-, Innanhús- & Grafísk Hönnun. Að auki hefur hún áhuga á ferðalögum, tísku, útiveru og bakstri.

Instagram @asabergmanndesign & @asabergmann_
www.asabergmanndesign.com