Mig langar að sýna ykkur litla skrifborðið sem við settum upp síðastliðið haust. Við áttum til þessa flottu tréplötu og stálfætur sem okkur langaði að föndra með. Á þessum tíma vantaði mig stað sem ég gæti lagt tölvuna, bækurnar og skyssurnar frá mér eftir daginn þar sem ég var á fullu að skrifa lokaritgerðina mína.

Innblásturinn

Ég kíkti á Pinterest til að fá innblástur og má sjá hér.

931c85d55d4635453b1d7ad08eb80b35
76b1a1e3cdbf5756bbd987f2cff9175e

 Lítið en hentugt

Einsog þið sjáið þá er þetta mjög lítið skrifborð og hentugt fyrir mig að hafa stað til að geyma tölvuna svo hún fari ekki á flakk. Myndi ekki segja að það væri mjög hentugt skrifborð sem vinnuborð.

Litla Ásu hornið

Borðplatan er með mjög óreglulegt lag einsog má sjá á myndunum fyrir neðan. Mjög mikið ósamræmi og samræmi (Assymmetric og symmetric) í laginu sem gefur því mikinn persónuleika og marga möguleika.

SAMSUNG CSC

Okkur fannst skrifborðið flott og passa við stílinn í herberginu þar sem það er stórt og mikið borðstofuborð einnig úr gömlum við. Dökki viðurinn og gamli stóllinn eru að tengja saman og hafa hvítu ullinna gefur meiri huggulegheit. Á síðan eftir að poppa upp á persónuleikann og setja upp myndir af fjölskyldu og vinum.

Aðlagað að eigin þörfum

Snúrur eru frekar pirrandi hlutir og fannst okkur alveg ómögulegt að hafa þær útum allt og keyptum því snúru rör einsog sést undir borðinu á myndunum fyrir ofan. Nicklas einnig boraði gat á borðplötuna svo að snúran fyrir lampann og hleðslu snúran yrir tölvuna gæti verið meira falin.

 

Er mjög ánægð með útkomuna. Mæli hiklaust með því að vera smá skapandi og koma með hugmyndir sem gætu persónugert heimilið ykkar frekar. Miklir möguleikar eru í boði þegar maður býr til sína eigin hluti og aðlaga eftir eigin þörfum. 

Ég er mjög dugleg á Pinterest að finna myndir sem heilla mig og gefa mér innblástur.
Getið fylgst með mér þar. 

 

Ása Bergmann

Ása Bergmann er 30 ára Verslunarhönnuður (Retail Designer) sem býr í Herning í Danmörku. Hún er í sambúð með Dananum/Færeyingnum Nicklas, syni hans Emil og hundinum Flóka. Helstu áhugamál hennar tengjast hönnun og eru það aðallega Verslunar-, Innanhús- & Grafísk Hönnun. Að auki hefur hún áhuga á ferðalögum, tísku, útiveru og bakstri.

Instagram @asabergmanndesign & @asabergmann_
www.asabergmanndesign.com