Ég er alltaf að leita að fallegum plakötum til að setja upp á vegg, en ég rakst á þessa flottu mynd af svörtum flamingo á Instagram um daginn. Myndin er eftir danska artistan Rasmus Benjamin sem gengur undir nafninu creativesoul á Instagram. Ég held að þessi mynd kæmi ótrúlega vel út á svarta veggnum niðri í stofu, en við erum enn og aftur eitthvað að færa allt fram og tilbaka. Það gengur þó ágætlega með efri hæðina, það varð smá töf vegna leka í þakinu sem kom í ljós í óveðrinu en vonandi náum við að byrja að parketleggja og mála um helgina.

Jónína Sigrún

Jónína er 28 ára og stundar nám í sálfræði við Háskólan í Reykjavík. Hún elskar að upplifa heiminn og reynir að nýta hver tækifæri sem hún getur til að ferðast. Þar nær hún að sameina áhuga sinn á fólki, mat, tísku, hita og sól. Þegar hún er ekki að láta sig dreyma um sól og sumar er hún önnum kafin við að sinna námi og fjölskyldu, en hún býr í Hafnarfirði ásamt manninum sínum, börnum og kisum. Þú finnur Jónínu á Instagram undir @joninasigrun.