Ég veit ekki með ykkur en ég elska að liggja á Pinterest og skoða sniðugar hugmyndir og fá innblástur fyrir rými, hvort sem það er svefnherbergi, stofa, baðherbergi eða eitthvað annað. Svo finnst mér gaman að blanda saman  nokkrum hugmyndum og vista myndir með mismunandi stílum, áferð og fleiru.

Einnig dýrka ég fallega Instagram aðganga tengda innanhússhönnun og má þar helst nefna á Íslandi Paz.is, Hrefnu Dan, Lindu Ben (gúrme uppskriftir líka), Guðbjörgu Einarsdóttur og Gardsfrue.

En mig langaði að sýna ykkur fallegar myndir sem ég safnaði saman af Pinterest sem eiga að öllum líkindum eftir að veita mér mikinn innblástur þegar það kemur að því að innrétta nýju íbúðina okkar sem við vorum að kaupa í Grafarvoginum.

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is