Um þessar mundir erum við í pælingum varðandi baðherberið hjá okkur, enda mikil þörf á því. Ég vinn hjá fyrirtæki sem framleiðir baðherbergisinnréttingar og erum við ákveðin í að kaupa innréttinguna þar. Pinterest er mikill vinur minn þegar kemur að því að finna innblástur og langar mig að deila með ykkur nokkrum uppáhalds baðherbergis samsettningum.

Hlýjir og náttúrlegir tónar

Ég er mikill aðdándi náttúrulegra efna og lita. Hlýjir litir hafa meiri aðlaðandi áhrif á mig og gefur rýminu meira kærkominn anda að mínu mati. Það er gott jafnvægi milli litanna á þessari uppsetingu.

Einfaldleiki og hreint yfirbragð

Þetta baðherbergi er mjög elegant og ræður einfaldleikinn ríkjum hér. Mikið af ljósum litum og efnum gefur hreint og snyrtilegt yfirbragð á rýmið. Mjög elegant að hafa innbyggða hillu í sturtunni.

Marmari 

Marmari hefur verið mjög vinsæll síðustu árin. Að nota marmara á baðherbergi gefur mikinn þokka og tignalegt andrúmsloft. Þessi uppsetning er mjög elegant og örlítið kvenleg. Fallegt að blanda Marama með svörtu og eru hringlaga speglarnir punkturinn yfir i-ið.

Gamaldags

Ég er mjög hrifinn af gamaldags mublum og heillar þessi mig. Finnst áhugavert að nota þetta við uppsetningu á baðherbergi og ættu fleiri að taka það fyrir því það er umhversfisvænna að endurnýta sem gamalt er. 

Vonandi veitir þettta einhverjum innblástur. Mun leyfa ykkur síðan að fylgjast með ferlinu þegar við förum í framkvæmdirnar sem verður vonandi bráðum. 

Ása Bergmann

Ása Bergmann er 30 ára Verslunarhönnuður (Retail Designer) sem býr í Herning í Danmörku. Hún er í sambúð með Dananum/Færeyingnum Nicklas, syni hans Emil og hundinum Flóka. Helstu áhugamál hennar tengjast hönnun og eru það aðallega Verslunar-, Innanhús- & Grafísk Hönnun. Að auki hefur hún áhuga á ferðalögum, tísku, útiveru og bakstri.

Instagram @asabergmanndesign & @asabergmann_
www.asabergmanndesign.com