Í nútímasamfélagi mætir kjarnafjölskyldan í Ikea á sunnudögum í stað þess að sækja messu. Hvaða foreldri elskar ekki að henda krökkunum í boltalandið í klukkustund og fá að rölta um draumaveröld Ikea á meðan? Sek! Ég get engan veginn fullyrt að mér finnist allt fallegt í Ikea en ég á nokkra hluti þaðan sem ég held upp á og ætla að sýna ykkur mína uppáhalds.

Látúns servíettustandur. Ég nota minn undir kaffifiltera. Mynd: Ikea.is
Motta með Moroccan munstri. Mynd: Ikea.is
Bleik motta í barnaherbergið. Mynd: Ikea.is
Skiptiborð sem getur einnig verið kommóða með hillum. Mynd: Ikea.is
Ódýrar og flottar taubleyjur. Mynd: Ikea.is
Skenkur úr hnotu. Mynd: Ikea.is
Mynd: Ikea

Skyn postulínslínan er æðisleg. Ég á nokkrar skálar en til stendur að safna í heilt stell.

Elska þessi glös, þau eru stílhrein og falleg. Mynd: Ikea.is
Mynd: Ikea.is

Þetta ljós á ég ekki en það hefur verið á óskalistanum heillengi. Það er eitthvað við kopar og hvítt sem heillar mig.

Þessi ljós nota ég á snyrtispegilinn minn. Mynd: Ikea.is
Ég nota þetta bretti mjög oft sem hitaplatta eða framreiðslubakka. Mynd: Ikea.is
Mynd: Ikea.is

Þessi málmílát voru hluti af jólalínunni á síðasta ári. Ég nota þau undir kaffi og te. Mér finnst þau passa allan ársins hring.

Smellið HÉR fyrir eldri færslu um Ikea skiptiborð

Snapchat: Mommurasin

Instagram: annayrmakeupartist

Anna Ýr

Anna Ýr Gísladóttir er förðunarfræðingur, móðir og stjúpmamma, fagurkeri, heklari og föndrari ásamt mörgu öðru! Þú finnur Önnu á Instagram undir @annayrgisla