I never read, I just look at pictures

Eins og einhverjir tóku eftir á insta stories um daginn þá er myndaveggurinn minn loksins komin upp á vegg. En ég komst þó að því að mig vantaði nokkrar myndir til að það kæmi falleg heild á vegginn. Því fór ég að leita að fleiri myndum, helst hérlendis því ég vildi að þetta mundi gerast sem fyrst. En í fljótu bragði þá fann ég engar síður hérlendis með myndum sem mér leist á. Þið megið endilega benda mér á ef þið vitið um einhverjar! Ég endaði því á Pinterest eins og svo oft áður og þaðan datt ég inn á aðrar síður og rakst á þessar fallegu myndir. Mig langar þó helst að panta þær allar í einu en núna í vetur fann ég eitthvað sem heitir sjálfstjórn. Eitthvað sem ég á til í mismiklum skömmtum, svo ég er aðeins að reyna að hemja mig. En það er aldrei að vita að þegar ég loksins panta plagötin og kem þeim upp vísvegar um heimiliði að ég verði tilbúin að sýna ykkur mynd af myndaveggnum.

Jónína Sigrún

Jónína er 28 ára og stundar nám í sálfræði við Háskólan í Reykjavík. Hún elskar að upplifa heiminn og reynir að nýta hver tækifæri sem hún getur til að ferðast. Þar nær hún að sameina áhuga sinn á fólki, mat, tísku, hita og sól. Þegar hún er ekki að láta sig dreyma um sól og sumar er hún önnum kafin við að sinna námi og fjölskyldu, en hún býr í Hafnarfirði ásamt manninum sínum, börnum og kisum. Þú finnur Jónínu á Instagram undir @joninasigrun.