Færslan er unnin í samstarfi við Lín Design og Slippfélagið 

Fyrir mér þá er svefnherbergið eitt mikilvægasta rýmið í húsinu. Það er svo ótrúlega mikilvægt að manni líði vel við að koma inn í svefnherbergi og að það sé sannkallaður griðarstaður fyrir þá sem það eiga.

Málun og myndaveggur

Mig hafði lengi langað til þess að breyta svefnherberginu okkar en réðst loksins í framkvæmdirnar núna eitt kvöldið í mánuðinum.

Ég var svo heppin að fá hjálp frá Slippfélaginu við málningu og aukahluti, en ég hafði lengi verið að skoða litina frá þeim. Ég var að velta fyrir mér litnum Blágrýti en endaði á að taka Æskubláan þar sem að hann var aðeins ljósari og því ekki of dökkur fyrir rúmgaflinn sem við erum með. Málningarvinnan gekk vel fyrir sig en ég fékk einnig allt fyrir undirbúninginn hjá Slippfélaginu og fékk ótrúlega góðar ráðleggingar hjá þeim varðandi pensil, teipun, kíttun og þvott. Ég er mjög stolt af útkomunni en ég málaði sjálf og Sammi hjálpaði til við undirbúning. Þó er ég dálítið óþolinmóð svo að það mátti sjá nokkur fljótfærnismistök en ég læri bara af því.

Myndaveggurinn var svo það næsta á dagskrá við en eftir að málningin var þornuð var hann settur upp og nokkrar af uppáhaldsmyndunum okkar fengu að fara á vegginn en svo verður bætt meira á hann síðar.

Rúmið fullkomnað með Lín Design

Púðarnir, teppin og rúmfötin frá íslensku hönnuninni Lín Design voru svo það sem toppuðu útkomuna og eru algjör draumur. Eins og þið sjáið kannski þá er ég með æði fyrir bláum þessa dagana og því féll ég gjörsamlega fyrir bláu, stóru flauelspúðunum (sjá hér) og bláa flauels rúmteppinu (sjá hér). Efnið er ekta velour flauel sem er silkimjúkt og mann langar í raun að vera uppi í rúmi að knúsa púðana allan daginn. Svo passar liturinn fullkomlega við vegginn og tónar vel við koparlituðu lampana.

Laufkrans

Mig langaði svo að fá einhver rúmföt til þess að tóna við bláa litinn en vildi þó ekki hafa þau blá líka til þess að liturinn yrði ekki of yfirgnæfandi. Ég valdi því ljósgrá Laufkrans (fást i verslun) rúmföt en það mynstur er hægt að fá á mörgum öðrum hlutum hjá Lín Design. Valið stóð hjá mér milli þeirra og Ramma (sjá hér) rúmfatanna sem mér finnst einnig ótrúlega falleg, en gyllti kransinn heillaði mig upp úr skónum. Hann tónar einnig fullkomlega við bláa litinn og gefur skemmtilegt yfirbragð. Rúmfötin eru ótrúlega mjúk og þægileg, enda unnin úr hágæða lífrænni Pima bómull. Fyrirtækið framleiðir allar sínar vörur á vistvænan hátt og eru þær allar pakkaðar inn í endurnýtanlegar umbúðir.

Restina af svefnherberginu og voffana mína, Dexter og Tobba, má sjá á myndunum fyrir neðan.

Rúmföt, flauelsteppi, flauelspúðar og sloppur frá Lín Design

Málning frá Slippfélaginu (Æskublár)

Lampar frá Esja Dekor

Grátt rúmteppi frá The Pier

Bekkur úr Rúmfatalagernum

Stóll úr Húsgagnahöllinni

Motta úr Maí (House Doctor)

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is