Færslan er ekki kostuð

Ég hef líklega aldrei verið eins sein í því að græja aðventukrans fyrir jólin, og því voru góð ráð dýr þegar ég fattaði að það var einungis einn dagur í fyrsta sunnudag í aðventu. Ég vil taka fram að ég nota orðið „krans“ frjálslega í þessum skrifum.

Þegar ég var yngri var hefð fyrir því að við börnin og mamma kæmum saman við eldhúsborðið og föndruðum aðventukrans fyrir árið. Mamma keypti hring, greni, kúlur, köngla og annað skraut til þess að búa kransinn og hann var alltaf jafn fallegur, að ekki sé minnst á hvað ferlið var skemmtilegt. Þegar ég eignast börn mun ég sennilega gera þetta líka en síðan ég fór sjálf að búa hefur allur gangur verið á því hvernig kransinn er.

Kransinn 2016

Í fyrra fór ég „all in“ og föndraði nánast allt sem kom að kransinum í samstarfi við A4 og Skreytum Hús en ákvað að hafa hlutina einfaldari í ár.

Aðventukransinn 2017

Vinkona mín hafði gefið mér Four Elements kertastjakann frá Finnsdóttir í jólagjöf í fyrra og mér fannst tilvalið að nota hann í verkið. Ég keypti aukalega hvítan marmarabakka úr Snúrunni til að hafa undir stjakanum. Svo skreytti ég einfaldlega með gervigreni og glimmerkönglum þar til ég var sátt! Ekki mjög flókið.

Skreytingin er skandinavísk í utliti sem mér finnst mjög fallegt. Undir henni er svo dúkur sem ég fékk frá mömmu og pabba. Könglana og gervigrenið keypti ég í Blómaval í fyrra.

Gleðilega aðventu!

Þið finnið mig á Instagram undir @gunnybirna

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is