Færslan er unnin í samstarfi við Stjörnuryk

Ég fékk dásamlega gjöf frá fyrirtæki sem heitir Stjörnuryk, en Stjörnuryk selur stjörnumerkjamyndir í þremur stærðum, með og án ramma. Myndir og verð er hægt að skoða HÉR.

Myndirnar

Ég valdi mér A5 myndir með ramma, en rammarnir sem hægt er að fá með eru svartir. Ég tók rammana með því ég hefði sjálf keypt mér svarta ramma en það hentar ekki öllum svo það er fínt að geta valið án ramma.

Hverju stjörnumerki fylgja fjögur lýsingarorð sem einkennir einstaklinginn. Lýsingin á meyjunni passar mér fullkomlega og vatnsberinn er mjög góð lýsing á Arnari.

Falleg viðbót á heimilið

Myndirnar hengdi ég upp í forstofuna og er þetta nánast það fyrsta sem maður sér þegar gengið er inn. Myndirnar gera forstofuna persónulegri og hlýlegri og ég er yfir mig ástfangin af þeim. Ég er svo ánægð með myndirnar en ég hef dreymt um að eiga stjörnumerkjamyndir fyrir okkur síðan við fluttum í haust.

Gjafaleikur

Í samstarfi við Stjörnuryk mun ég gefa tveimur vinum A5 myndir að eigin vali á Facebook like síðunni minni. Nánari upplýsingar má finna HÉR.

Takk fyrir að lesa x

Alexandra Ivalu

Alexandra er 19 ára Mosfellingur og stundar nám við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. Hún er hálf íslensk og hálf grænlensk en hefur búið alla sína ævi hérlendis. Áhugamál Alexöndru eru förðun, útivera, ljósmyndun og hundar. Þið getið fundið Alexöndru á Instagram undir @alexandraivalu.