Upp á síðkastið hef ég mikið verið að skoða hvaða litur myndi henta best inn í svefn-herbergið okkar. Mig langar þó ekki að mála allt herbergið í einum lit, heldur bara vegginn fyrir aftan rúmið. Fyrst var ég að hugsa svartan, en ég er jafnvel farin að hallast að dökkbláum.

Stylish home with a dramatic touch - via Coco Lapine Design

#blackwalls #blackinterior #bedroom

B&W

Small dark bedroom | photo by @kronfoto & styling by @isafri for @skandiamaklarna_kungsholmen

Slippfélagið málið?

Slippfélagið er með ótrúlega fallega liti, en við Bjarki erum sammála um að  þar liggji valið á milli Skugga og Drottningarbláan. Kannski verður þessi veggur málaður á sama tíma og veggurinn frammi en það á sem sagt ennþá eftir að sparsla vegginn. En Bjarki sagði að veggurinn yrði tilbúin fyrir jól og ég vil meina að það hafi verið með málningu líka.

Jónína Sigrún

Jónína er 28 ára og stundar nám í sálfræði við Háskólan í Reykjavík. Hún elskar að upplifa heiminn og reynir að nýta hver tækifæri sem hún getur til að ferðast. Þar nær hún að sameina áhuga sinn á fólki, mat, tísku, hita og sól. Þegar hún er ekki að láta sig dreyma um sól og sumar er hún önnum kafin við að sinna námi og fjölskyldu, en hún býr í Hafnarfirði ásamt manninum sínum, börnum og kisum. Þú finnur Jónínu á Instagram undir @joninasigrun.