Færslan er ekki kostuð

Þið trúið ekki hvað ég er ánægð að vera loksins búin að gera stofuna okkar nokkurn veginn eins og ég vil hafa hana. Að vísu skipti ég dálítið oft um skoðun og auðvitað er kominn tími á hluti eins og Pier sófann góða sem ég keypti notaðan fyrir tæpum tveimur árum en það kemur bara með tíð og tíma. Við erum auðvitað að fara að flytja út til Kanada á næsta eða þarnæsta ári (meira um það síðar) svo að við munum að minnsta kosti ekki kaupa hann áður en við förum út.

En mig langaði að sýna ykkur þetta uppáhaldsrými mitt í íbúðinni okkar í Austurbænum og gefa ykkur um leið innblástur ef það er eitthvað sem ykkur líst vel á. Gólfefnin og allar innréttingar eru orðin gömul og þar sem að þetta er leiguíbúð tökum við ekkert í gegn í stórframkvæmdum. Því var um að gera að hafa allt kósý með innanstokksmunum. Við höfum líka verið einstaklega lunkin við að kaupa sem flest á afsláttum og útsölum í gegnum langan tíma svo að það hefur ekki kostað okkur of mikið.

Undir myndunum má finna linka og upplýsingar um vörurnar. Ég ætla að leyfa myndunum að tala sínu máli. Húsgögnin höfum við keypt sjálf og smærri hluti stundum fengið í gjafir.

Spegill: House Doctor frá Reykjavík Design 

Vasi: Bloomingville úr Hrím 

Borðstofustólar: Belina frá Húsgagnahöllinni

Sjónvarps/stofuskenkur: Bergen frá Húsgagnahöllinni

Borðstofuborð: Coco frá ILVA

Grár blómapottur: Söstrene Grene 

Hvítur blómapottur: IKEA 

Blaðastandur: XLBoom FLOW frá Reykjavík Design

Sófi: Haag úr The Pier

Glerskápur: IKEA

Vaðfugl: Norman Copenhagen úr Epal

Kertastjaki: Finnsdottir/Four Elements úr Snúrunni

Teppi á sófa: Rúmfatalagerinn

Gólfmotta: Rúmfatalagerinn

Sófaborð: IKEA

Bleikur hægindastóll: Úr Húsgagnahöllinni (hættur í sölu)

Hestamynd: Eftir svilkonu mína frá Þýskalandi

Hundur: Dexter – í einkaeigu

Ég á erfitt með að finna mína uppáhaldshluti þarna en spegillinn góði, sjónvarpsskenkurinn og borðstofusettið eru ofarlega á lista. Svo hefur teppið úr Rúmfatalagernum bjargað sófanum undanfarið, en við eigum auðvitað stóra brussuhundinn á einni myndinni sem vill príla upp í sófa.

Ég er ótrúlega ánægð með þetta allt saman! Svo verður auðvitað ótrúlega gaman að sjá hvernig allt verður þegar við erum flutt inn í nýrri íbúð eftir nokkur ár!

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is