Mig hefur lengi langað í stóran spegil með ljósum fyrir framan snyrtiborðið mitt. Ég lét loksins verða að því og ákvað því að filma brúna hlutann af skrifborðinu í leiðinni. Skrifborðið fékk ég gefins fyrir löngu og langaði að fríska smá upp á það í staðin fyrir að kaupa mér nýtt.

Fyrir:

Eftir:

Arnar gaf mér spegilinn og ljósin í afmælisgjöf en það er bæði keypt í Ikea. Spegillinn heitir Nissedal og kostar 2950 kr. Ljósin heita Musik og kosta 3990 kr stykkið. Ljósin eru fasttengd þannig að snúra fylgir ekki en iðnaðarmaðurinn hann Arnar reddaði sér í Húsasmiðjunni. Marmarafilman er keypt í Bauhaus og kostaði undir 1000 kr.

Takk fyrir að lesa! x

 

Alexandra Ivalu

Alexandra er 19 ára Mosfellingur og stundar nám við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. Hún er hálf íslensk og hálf grænlensk en hefur búið alla sína ævi hérlendis. Áhugamál Alexöndru eru förðun, útivera, ljósmyndun og hundar. Þið getið fundið Alexöndru á Instagram undir @alexandraivalu.