BLEIKA HERBERGIÐ

Hin gegndarlausa þróun í ranga átt ætlar engan endi að taka. Nú hef ég komist á þann vandræðalega háa aldur að ég farin að safna kristöllum. Þá er aldeilis kominn tími til að athuga hver staðan er á biðlistum inn á öldrunarheimili.

Ég kíkti í Snúruna um daginn. Verslunin þeirra er ótrúlega skemmtileg og flott. Ef þið hafið ekki séð bleika herbergið þar þá eruð þið illa svikin! Ég ætla að færa lögheimilið mitt þangað. Ég bendi vinsamlega á að allan aðdáendapóst verður framvegis að stíla á:

Anna Ýr Gísladóttir

Bleika Herbergið

108 Snúran

Ég á að vísu eftir að ræða þetta fyrirkomulag við eigendur Snúrunnar en ég á ekki von á öðru en að þetta verði samþykkt snarlega.

SÁ FYRSTI

Þessi Kristalsstjaki er frá Reflections Copenhagen og er í litnum ROSE/BLACK. Hann var ættleiddur af mér í vikunni. Hann er svolítið einmana þessi elska en einhvers staðar þarf söfnunin að hefjast. Hann sómir sér líka mjög vel á svörtum marmarabakka eða ofan á fallegum bókum til dæmis.

STÓRI BRÓÐIR
Mynd: snuran.is

Þessi myndi svo sannarlega veita mínum litla stjaka góðan félagsskap. Snúran hannaði þennan stjaka í samstarfi við Reflections Copenhagen og er útkoman dásamleg. Hann kemur í takmörkuðu upplagi.

FLEIRA FRÁ REFLECTIONS COPENHAGEN

Elska þennan rósgyllta spegil! Mynd: snuran.is
Demantsborð! Hvað annað gæti stúlku langað í? Mynd: snuran.is

Ég er alveg dolfallin yfir þessari hönnun. Ég mæli með því að þið kynnið ykkur þessa vörulínu.

Snúran.is / Instagram: Snuranis

Færslan er ekki kostuð

 

 

Anna Ýr

Anna Ýr Gísladóttir er förðunarfræðingur, móðir og stjúpmamma, fagurkeri, heklari og föndrari ásamt mörgu öðru! Þú finnur Önnu á Instagram undir @annayrgisla