Þar sem ég er að verða 18 ára ákvað ég að henda í örstuttan óskalista. Ég er mjög óákveðin þegar kemur að því að segja fólki hvað mig langar í, í afmælisgjöf. En ég náði að skrapa saman nokkrum hlutum sem mig langar í fyrir 18 ára afmælið mitt!

MOOMIN VETRARBOLLINN 2017

Mynd af moomin.com

Ég er alltaf að reyna að bæta fleiri moomin bollum í safnið og nýjasti bollinn sem var að koma út er svo dásamlegur!

SPEGILL OG LJÓS HJÁ SNYRTIAÐSTÖÐUNNI MINNI

Mynd fengin af pinterest

Mig dauðlangar í stóran spegil og góða birtu fyrir framan snyrtiaðstöðuna mína.

TRIBUS MOTTA FRÁ DIMM

Mynd af dimm.is

Þessi motta myndi passa svo vel inn í nýju íbúðina!

POLAROID MYNDAVÉL

Mynd fengin af google

Mig hefur langað í polaroid myndavél í nokkur ár en hef aldrei keypt hana því ég hef vonast eftir því að fá hana í afmælis- eða jólagjöf. Vonandi rætist það í ár!

Takk fyrir að lesa! x

Alexandra Ivalu

Alexandra er 19 ára Mosfellingur og stundar nám við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. Hún er hálf íslensk og hálf grænlensk en hefur búið alla sína ævi hérlendis. Áhugamál Alexöndru eru förðun, útivera, ljósmyndun og hundar. Þið getið fundið Alexöndru á Instagram undir @alexandraivalu.