Færslan er ekki kostuð 

Ég elska þegar vinkonur mínar ná langt í því sem þær eru að gera. Þar að auki er ég ótrúlega heppin að fá að vinna í kringum ótrúlegar konur, bæði þegar það kemur að förðunarstarfinu, Nola og hér á Pigment.is. Allar hér á síðunni eru að mínu mati að gera stórkostlega hluti í lífinu og það er einfaldlega svo gaman að umkringja sig þannig fólki og um leið jákvæðni og dugnaði.

Reykjavík Design

Fyrir mörgum mánuðum sagði Vera Rúnars, sem er meðal annars bloggari hér á síðunni, að hún og maðurinn hennar væru með nýja hönnunarverslun/netverslun í bígerð sem bæri nafnið Reykjavík Design. Ég varð strax ótrúlega spennt en síðan opnaði nýverið og olli engum vonbrigðum! Inni á síðunni er hægt að kaupa gullfallega heimilismuni á sanngjörnu verði, allt frá speglum og veggskreytingum upp í mottur og húsgögn. Merkin sem eru fáanleg eru úr öllum áttum og eru meðal annars House Doctor, XLBoom og Vanilla Fly.

Skandinavískur stíll

Skandinavískur stíll ríkir yfir netversluninni sem hefur verið allsráðandi hér á Íslandi undanfarin ár. Persónulega þykir mér hann lang fallegastur og er ótrúlega hrifin af svörtum munum, kopar og við í augnablikinu. Eins og þið sjáið á myndunum eru vörurnar ekki af verri endanum og meira að segja Sammi sem hefur oftast ekki mikið að segja um heimilismuni er ástafnginn af vínrekkunum!

Óskalistinn

Ég gerði smá lista yfir það sem ég ætla að kaupa mér í náinni framtíð hjá Reykjavík Design. Í leiðinni fá mínir nánustu smá hugmynd fyrir komandi jól og afmæli sem er alltaf sniðugt!

 

XLBoom ENT blómapottur – XLBoom Pico(3) Vínrekki Svartur – XLBoom Pico(6) Vínrekki Kopar – House Doctor Spegill Rósagull – XLBoom Metro Náttborð Hvítt – XLBoom FLOW Blaðagrind Svört

Ég mæli eindregið með að þið gerið ykkur ferð inn á heimasíðu Reykjavík Design og skoðið úrvalið! Þau er einnig að finna bæði á Facebook og Instagram.

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is