Draumur um myndavegg

Mig hefur lengi langað til að gera myndavegg heima hjá okkur en þegar kemur að því að hengja upp myndir þá fer ég alveg í kerfi. Mér finnst þetta eitthvað svo varanlegt að Bjarki hefur í gegnum tíðina sett upp myndir þegar ég er ekki heima. Þetta gæti mögulega verið ástæðan fyrir því að ég er ekki með neinn tattoo. Ég hef fengið ófáar hugmyndir í gegnum árin en svo er það einmitt þetta. Það er allt svo varanlegt og ég get ekki skipt um skoðun. Er nokkuð viss um að það sé aðal ástæðan fyrir því að ég sé ekki með tattoo en ef það væri hægt að taka þau af stundum og stundum! Þá væri ég með sleeve á báðum, allt bakið og ég veit ekki hvað. Fyndið hvað maður getur sveiflast frá því að ótrúlega óákveðinn á einhverju einu sviði en svo haggast maður ekki með aðrar ákvarðanir.

Nýr skenkur

En ég tók loksins ákvörðun og fékk stóra kistan okkar að fjúka og í staðin erum við búin að hengja upp einskonar skenk. Í rauninni eru það hillur úr IKEA sem eru settar hlið við hlið og mynda þennan fína skenk eins og sést á myndinni hér að ofan sem er frá Linneu á Trendnet. Hún er með svo ótrúlega flottan stíl bæði þegar kemur að heimili og öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur! Ég hef mjög gaman af því að fylgjast með blogginu hennar.

En af mine yndlings!

Breytingar

Þessar síðastliðnar vikur er ég búin að vera í einhverjum breytingarham. Mig langar til að mála og setja upp fullt af myndum. Það var því einstaklega hentugt þegar ég rakst á eina síðu á netinu og pantaði mér nokkur plagöt sem fá að verða partur af myndaveggnum. Við keyptum okkur líka stóran hringlaga spegil sem er komin upp á vegg. Ég hlakka til að sýna ykkur þegar þetta er allt tilbúið!

Jónína Sigrún

Jónína er 28 ára og stundar nám í sálfræði við Háskólan í Reykjavík. Hún elskar að upplifa heiminn og reynir að nýta hver tækifæri sem hún getur til að ferðast. Þar nær hún að sameina áhuga sinn á fólki, mat, tísku, hita og sól. Þegar hún er ekki að láta sig dreyma um sól og sumar er hún önnum kafin við að sinna námi og fjölskyldu, en hún býr í Hafnarfirði ásamt manninum sínum, börnum og kisum. Þú finnur Jónínu á Instagram undir @joninasigrun.