Um daginn eignaðist ég tvær vörur frá merkinu Bloomingville inn á heimilið. Ég elska að hafa nóg af púðum í sófanum og finnst mér þessi ljósgrái púði passa svo vel við sófann okkar. Hann er ótrúlega mjúkur enda er hann úr 100% bómul og er í stærra laginu – mjög góður kostur. Enda er slegist um hann þegar horft er á sjónvarpið á heimilinu!

Vörur í færslunni voru fengnar að gjöf

Þessi fallegi svarti postulínsvasi varð minn líka. Ætla að gera mér ferð sem fyrst í Ikea og kaupa mér lítil sæt gerviblóm til að geyma í honum. En þangað til verður ekkert í honum því hann er fallegur líka einn og sér.

Þið getið séð vöruúrvalið hjá Eyrinni HÉR – Mæli mikið með að kíkja á vefsíðuna þeirra, mikið úrval og margt í boði fyrir heimilið.

Þangað til næst!

Þið getið fylgst með mér á Instagram @gudbjorglilja og á Snapchat undir nafninu gudbjorgliljag

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.