Það kemur að því einn daginn að ég flytji að heiman, sem þýðir bara eitt: Ég fæ að innrétta heila íbúð útaf fyrir mig! Ég er strax með ákveðna hugmynd af því hvernig ég vil hafa heimilið mitt. Þess vegna hef ég búið til smá óskalista úr Ikea þannig að fjölskyldan fái hugmyndir að innflutningsgjöfum ;)

 

Filur – 28 lítrar

 

Þessar fötur hafa verið vinsælar undir bæði rusl og óhein föt. Ég get alveg ímyndað mér að nota þær undir bæði!
Þær heita Filur og 28 lítra fata með loki kostar 995kr.

Ludde

Gærur hafa líka verið gríðarlega vinsælar síðustu misseri. Ég á einmitt gamlan Ikea stól sem ég hafði hugsað mér að nota undir þessa fínu gæru.
Gæran heitir Ludde og kostar 6.990kr.

Molger

Ég myndi setja þessa hillueiningu á baðherbergið undir handklæði og fleira, ef pláss leyfir.
Þessi hillueining heitir Molger og kostar litlar 4.850kr.

Pinnig

Ég held það sé alveg augljóst hvar ég myndi setja þessa ágætu skóhillu, sem er ekki bara skóhilla, heldur líka bekkur! Já þið giskuðuð rétt, forstofan er tilvalinn staður til að geyma skó!
Skóhillan heitir Pinnig og kostar 6.950kr.

Årstid

Þetta er svona klassískur gólflampi sem má örugglega finna á fjölmörgum skandinavískum heimilum. Þessi lampi kæmi sér vel fyrir í stofunni við hliðina á sófanum.
Lampinn heitir Årstid og kostar 5.690kr.

Kvistbro

Eftir að hafa eytt mörgum klukkustundum á pinterest þá hef ég séð margar myndir af svipuðum borðum sem hýsa teppi og kodda og að sjálfsögðu langar mig í svoleiðis. Það er fátt betra en sófakúr með kósýteppi á köldu vetrarkvöldi.
Borðið heitir Kvistbro og er 44cm sem kostar 4.590kr.

Ledsjö

Síðast en ekki síst eru það led ljós sem eru vinsæl á spegla á baðherbergjum og snyrtiaðstöðum. Ég myndi bæði setja þá á baðherbergið og hjá snyrtiaðstöðunni minni.
Þessi tegund heitir Ledsjö og er 60cm sem kostar 6.690kr.

Alexandra Ivalu

Alexandra er 19 ára Mosfellingur og stundar nám við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. Hún er hálf íslensk og hálf grænlensk en hefur búið alla sína ævi hérlendis. Áhugamál Alexöndru eru förðun, útivera, ljósmyndun og hundar. Þið getið fundið Alexöndru á Instagram undir @alexandraivalu.