Færslan er ekki kostuð á neinn hátt

Síðan ég flutti fyrir einu og hálfu ári síðan hefur mig langað að gefa svölunum í íbúðinni okkar nýtt líf. Sammi flutti inn til mín síðasta sumar en við vorum sammála um það þá fara ekki að taka neina sénsa þar sem að Dexter hundurinn okkar var enn mjög lítill og algjör skemmdarvargur svo að við vildum ekki sóa peningum í eitthvað sem yrði svo mögulega skemmt. Nú er labbakúturinn hinsvegar orðinn nánast fullorðinn og vaxinn upp úr skemmdarhlutverkinu (að mestu) og þá var ekki seinna vænna en að vinda sér í verkið.

Þar sem að þetta var leiguíbúð þá vildum við ekki eyða of miklum peningum í verkið en það sem var aðallega ábótavant á svölunum var gólfið. Málningin var orðin léleg og það var ómögulegt til að fá það til þess að virðast hreint.

Því var það fyrsta á dagskrá að finna gólf og síðasta haust rak ég augun í fallega gólfklæðningu frá IKEA sem ekki var mikið mál að koma fyrir né taka í burtu. Dökkgrátt varð fyrir valinu þar sem að það var viðhaldsminna en viðarklæðningin. Gólfið var þrifið og flísunum einfaldlega smellt saman sitt á hvað en ferlið tók um 30 mínútur. Við brutum þær í sundur þar sem að það komst ekki heil flís fyrir. Ég mæli með því að mæla gólfflötinn svo þið séuð með nóg af flísum. Ég keypti sex pakka til að vera alveg viss en þurfti ekki nema tæpa fimm á 4,1 fermeter. Einnig skildum við eftir horn fyrir niðurfallið.

Húsgögnunum fell ég alveg fyrir en þau voru í grábrúnum við. Það var hægara sagt en gert að finna borð sem var nógu lítið á svalirnar en samt nógu stórt svo að hægt væri að borða við það. Einnig máttu stólarnir ekki vera of stórir og ég gerði þá þægilegri með því að kaupa fallegar stólsessur.

Heildarkostnaður var 26.890 krónur sem ég læt alveg vera miðað við alla breytinguna á svölunum!

IKEA Runnen gólfklæðning HÉR 

IKEA Askholmen borð & stólar HÉR

IKEA Hållö stólsessur HÉR

Rúmfatalagerinn Lyng diskamotta HÉR

Iittala vínglös og desert skál HÉR 

Hundurinn er prototype og er því miður hvergi til sölu, en þið getið sennilega fengið svipaðan af labradorkyni annarsstaðar ;)

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is