Færslan er ekki kostuð

Ég elska að gefa fallegar handgerðar gjafir.

Ég rakst á síðu á facebook með æðislegum handgerðum vörum. Ég pantaði þrjá æðislega naghringi og eftir að vera búin að spjalla við hana Tinnu Lind eiganda Tiny Viking datt mér í hug að spyrja hana hvort ég mætti blogga um netverslunina hennar sem opnar fljótlega. Hún var svona líka tilbúin að spjalla við mig og er smá viðtal við hana hér að neðan.

Þegar ég fékk vöruna varð svo ég spennt og glöð því vörurnar eru svo flott pakkaðar inn. Ég er algjör „sukker“ fyrir svona smámunum og því elska ég að fá pakka sem eru vel pakkaðir og flottir.

Tinna Lind Laufdal er stofnandi og eigandi Tiny Viking. Hún er menntuð Textílkennari og hefur frá því að hún man eftir sér verið mikið að gera allskyns handavinnu. Hún eignaðist dóttir vorið 2016 og um sumarið varð Tiny Viking til, sem eru nöfn fjölskyldu hennar saman sett. Bræður hennar hafa alltaf kallað hana Tiny og Viking er nafn unnusta hennar og dóttur í bland. Tiny Viking passaði síðan svona flott sem nafn á íslenskri barnavöruverslun.

Sjálf er Tinna lítið fyrir gerviefni í klæðnaði og valdi því fljótt að prjóna og hekla allt úr merino ull á litla gullið. Merino ullin er ein af mýkstu ullinni og var því tilvalin í klæðnað á mjúku barns húðina. Þar með talið fór hún að hekla kraga, sem urðu fljótt vinsælir, þeir setja alveg punktinn yfir i-ið við allan klæðnað.

Þegar kom að tanntöku dóttir hennar leitaði hún mikið eftir einhverju til að naga sem væri hægt að hengja við klæðnað dótturinnar því hún tók ekki snuð. Sem móðir fannst henni mikilvægt að reyna sem best hún gæti, að hlutur sem barnið væri stöðugt með uppi í sér, væri úr lífrænum efnum og eiturefna frítt. Út frá því fór hún að framleiða þrjár mismunandi vörur úr 100% hreinum efnum. Naghring, óróa og snuddubönd.

Eins og er eru allar vörur Tiny Viking handgerðar af eiganda. Mikil áhersla er lögð á gæði og að hver og ein vara sé vönduð, örugg og frágangur til fyrirmyndar.

​Ný vefverslun, www.tinyviking.net er í vinnslu þessa dagana. Allir geta skráð sig á póstlista og fengið 20% afslátt við fyrstu kaup á vefversluninni. Tinna stefnir á að bæta við fleirri vörum til blands við upprunalegu vörur þegar á líður.

Facebook síða tiny viking
Netverslun tiny viking

Þórunn Eva er þekktust fyrir bókina Glútenfrítt Líf. Hún er gift, tveggja barna móðir og fagurkeri, en hún flytur einnig inn hinar vinsælu Lulu’s snyrtitöskur.