Ég er búin að vera svo skotin í dökkbláum lit undanfarið og er búin að kaupa mér endalaust mikið af dökkbláum hlutum inn á heimilið, í fataskápinn og förðunarkittið.

Mig langar næst að mála veggi heima í dökkbláum lit, en litirnir Blágrýti og Drottningablár hjá Slippfélaginu heilla ótrúlega.

Ég tók saman nokkrar innblástursmyndir þar sem dökkblá málning, húsgögn og fleira voru notuð í innanhússskreytingar. Ég elska að búa til svona „moodboard“ og vona að þetta veiti ykkur líka innblástur.

Allar myndirnar eru af Pinterest. Ég mæli með að þið látið hugann reika á netinu ef þið eruð í svipuðum hugleiðingum og ég.

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is